Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 3-1 | Fjórði sigur Stjörnunnar í röð | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 9. ágúst 2016 22:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk þegar Stjarnan lagði Selfoss að velli, 3-1, í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Stjarnan er því áfram á toppi deildarinnar en liðið er með jafn mörg stig og Breiðablik en betri markatölu. Stjörnukonur eiga einnig leik til góða á Blika. Agla María Albertsdóttir braut ísinn fyrir Stjörnuna á 7. mínútu og Harpa bætti svo öðru marki við fimm mínútum fyrir hálfleik eftir skelfileg mistök Chante Sandiford í marki Selfoss. Stjarnan fékk fjölda færa til að ganga frá leiknum en Unnur Dóra Bergsdóttir hleypti spennu í leikinn þegar hún minnkaði muninn í 2-1 á 81. mínútu eftir klúður hjá Sabrinu Tasselli, markverði Stjörnunnar. En Harpa skoraði svo sitt annað mark 10 mínútum síðar og gulltryggði sigur Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Það er mikill getumunur á þessum liðum og það sást bersýnilega í leiknum í kvöld. Heimakonur áttu fyrri hálfleikinn með húð og hári og hefðu átt að fara með meiri forystu inn í hálfleikinn. Selfyssingar sýndu lit í seinni hálfleik þótt Stjarnan héldi áfram að skapa sér fleiri og betri færi. Garðbæingum gekk hins vegar illa að nýta þau og Unnur Dóra gerði leikinn spennandi þegar hún skoraði níu mínútum fyrir leikslok eftir laglega sókn gestanna. Þá gáfu Stjörnukonur aftur í og Harpa skoraði loksins sitt annað mark eftir fjöldamargar tilraunir.Þessar stóðu upp úr Harpa skoraði tvö mörk og var alltaf ógnandi. Hún er nú komin með 16 mörk í Pepsi-deildinni og virkar óstöðvandi. Kantmenn Stjörnunnar, þær Agla María og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, voru líka frábærar. Þær voru ógnandi allan leikinn, alltaf tilbúnar að ráðast á vörn gestanna sem réði ekkert við þær. Agla María skoraði fyrsta markið og Þórdís var einnig nálægt því að komast á blað. Hjá Selfossi stóð Lauren Elizabeth Hughes upp úr en hún var öflug í seinni hálfleik og átti nokkrar ágætis tilraunir.Hvað gekk illa? Frammistaða þeirra Chante og Sabrinu var ekki til útflutnings í kvöld. Chante gerði margt ágætlega en það skiptir engu máli þegar þú getur ekki gripið einfalt skot af löngu færi. Sabrina, sem stóð í marki Stjörnunnar í fjarveru Berglindar Hrundar Jónasdóttur, hafði sama og ekkert að gera en missti eina krefjandi skotið sem hún fékk á sig í gegnum klofið á sér. Afar klaufalegt, svo ekki sé meira sagt. Varnarleikur Selfyssinga var heldur ekki nógu góður og það var ekki honum að þakka að Stjarnan skoraði ekki fleiri en þrjú mörk. Þá verður á minnast á hornspyrnur Stjörnunnar. Heimakonur fengu 12 slíkar í leiknum en þær gáfu ekkert. Á móti betri liðum þurfa Garðbæinga að nýta svona tækifæri betur.Hvað gerist næst? Stjarnan, sem er búin að vinna fjóra leiki í röð, mætir Fylki í Árbænum í næstu umferð. Selfoss er í öllu verri málum en liðið hefur ekki unnið leik frá því 29. júní. Sem betur fer fyrir Selfyssinga eru hin liðin í botnbaráttunni ekki heldur að safna stigum svo þeir eru enn fjórum stigum frá fallsæti. Selfoss mætir þremur neðstu liðunum, ÍA, KR og FH, í næstu þremur leikjum sínum. Selfyssingar ættu að bjarga sér frá falli með því að ná góðumúrslitum í þessum leikjum.Harpa: Sköpuðum fleiri færi en í síðustu leikjum Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir var sæl og glöð eftir 3-1 sigur Stjörnunnar á Selfossi á heimavelli í kvöld. Harpa skoraði tvö mörk í leiknum og er alls komin með 16 mörk í Pepsi-deildinni. Hún segir að sigurinn í kvöld hafi verið full tæpur. „Mér fannst við vera með leikinn algjörlega í okkar höndum í fyrri hálfleik. Við spiluðum mjög vel og sköpuðum okkur mörg góð færi sem við hefðum mátt nýta betur þannig að þetta yrði ekki svona tæpt,“ sagði Harpa eftir leik. „En svo komu þær grimmar inn í seinni hálfleikinn og við hleyptum þeim full mikið inn í leikinn. En ég var mjög sátt við að við náðum að refsa þeim eftir að þær skoruðu þetta eina mark sitt.“ Harpa segist þó ekki verða svefnlaus vegna færanýtingu Stjörnunnar sem er enn á toppi deildarinnar. „Nei, mér fannst við skapa okkur svo mörg góð færi og spila vel. Við sköpuðum okkur fleiri færi í dag en í síðustu leikjum. Ég tek þetta jákvæða með mér, við nýtum færin bara betur næst,“ sagði Harpa sem hrósaði kantmönnum Stjörnunnar, þeim Öglu Maríu Albertsdóttur og Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur, sem áttu frábæran leik. „Þær voru frábærar eins og öll sóknin. Við lögðum upp með að fara á bak við þær á köntunum og það gekk virkilega vel. Þær áttu báðar toppleik,“ sagði Harpa að endingu.Valorie: Getum byggt á þessu Valorie Nicole O'Brien, spilandi þjálfari Selfoss, segist geta tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum í kvöld þrátt fyrir tap. „Við unnum okkur inn í leikinn og urðum betri með hverri mínútunni. Við sköpuðum mörg góð færi sem við náðum ekki að klára. En við getum byggt á þessu,“ sagði Valorie í leikslok. Selfyssingar áttu í miklum vandræðum með að stoppa kantspil Stjörnunnar í leiknum. „Við vissum að þær væru með hraða kantmenn og það kom okkur ekkert á óvart. Við hefðum getað varist kantspilinu betur en það var ekkert hættulegra en við bjuggumst við,“ sagði Valorie sem var ánægð með markið sem Selfoss skoraði og sóknarleikinn í seinni hálfleik. „Við bjuggum til góð færi og fengum möguleika í skyndisóknum. Því miður skoruðum við bara eitt mark en við getum byggt á þessu,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk þegar Stjarnan lagði Selfoss að velli, 3-1, í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Stjarnan er því áfram á toppi deildarinnar en liðið er með jafn mörg stig og Breiðablik en betri markatölu. Stjörnukonur eiga einnig leik til góða á Blika. Agla María Albertsdóttir braut ísinn fyrir Stjörnuna á 7. mínútu og Harpa bætti svo öðru marki við fimm mínútum fyrir hálfleik eftir skelfileg mistök Chante Sandiford í marki Selfoss. Stjarnan fékk fjölda færa til að ganga frá leiknum en Unnur Dóra Bergsdóttir hleypti spennu í leikinn þegar hún minnkaði muninn í 2-1 á 81. mínútu eftir klúður hjá Sabrinu Tasselli, markverði Stjörnunnar. En Harpa skoraði svo sitt annað mark 10 mínútum síðar og gulltryggði sigur Stjörnunnar.Af hverju vann Stjarnan? Það er mikill getumunur á þessum liðum og það sást bersýnilega í leiknum í kvöld. Heimakonur áttu fyrri hálfleikinn með húð og hári og hefðu átt að fara með meiri forystu inn í hálfleikinn. Selfyssingar sýndu lit í seinni hálfleik þótt Stjarnan héldi áfram að skapa sér fleiri og betri færi. Garðbæingum gekk hins vegar illa að nýta þau og Unnur Dóra gerði leikinn spennandi þegar hún skoraði níu mínútum fyrir leikslok eftir laglega sókn gestanna. Þá gáfu Stjörnukonur aftur í og Harpa skoraði loksins sitt annað mark eftir fjöldamargar tilraunir.Þessar stóðu upp úr Harpa skoraði tvö mörk og var alltaf ógnandi. Hún er nú komin með 16 mörk í Pepsi-deildinni og virkar óstöðvandi. Kantmenn Stjörnunnar, þær Agla María og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, voru líka frábærar. Þær voru ógnandi allan leikinn, alltaf tilbúnar að ráðast á vörn gestanna sem réði ekkert við þær. Agla María skoraði fyrsta markið og Þórdís var einnig nálægt því að komast á blað. Hjá Selfossi stóð Lauren Elizabeth Hughes upp úr en hún var öflug í seinni hálfleik og átti nokkrar ágætis tilraunir.Hvað gekk illa? Frammistaða þeirra Chante og Sabrinu var ekki til útflutnings í kvöld. Chante gerði margt ágætlega en það skiptir engu máli þegar þú getur ekki gripið einfalt skot af löngu færi. Sabrina, sem stóð í marki Stjörnunnar í fjarveru Berglindar Hrundar Jónasdóttur, hafði sama og ekkert að gera en missti eina krefjandi skotið sem hún fékk á sig í gegnum klofið á sér. Afar klaufalegt, svo ekki sé meira sagt. Varnarleikur Selfyssinga var heldur ekki nógu góður og það var ekki honum að þakka að Stjarnan skoraði ekki fleiri en þrjú mörk. Þá verður á minnast á hornspyrnur Stjörnunnar. Heimakonur fengu 12 slíkar í leiknum en þær gáfu ekkert. Á móti betri liðum þurfa Garðbæinga að nýta svona tækifæri betur.Hvað gerist næst? Stjarnan, sem er búin að vinna fjóra leiki í röð, mætir Fylki í Árbænum í næstu umferð. Selfoss er í öllu verri málum en liðið hefur ekki unnið leik frá því 29. júní. Sem betur fer fyrir Selfyssinga eru hin liðin í botnbaráttunni ekki heldur að safna stigum svo þeir eru enn fjórum stigum frá fallsæti. Selfoss mætir þremur neðstu liðunum, ÍA, KR og FH, í næstu þremur leikjum sínum. Selfyssingar ættu að bjarga sér frá falli með því að ná góðumúrslitum í þessum leikjum.Harpa: Sköpuðum fleiri færi en í síðustu leikjum Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir var sæl og glöð eftir 3-1 sigur Stjörnunnar á Selfossi á heimavelli í kvöld. Harpa skoraði tvö mörk í leiknum og er alls komin með 16 mörk í Pepsi-deildinni. Hún segir að sigurinn í kvöld hafi verið full tæpur. „Mér fannst við vera með leikinn algjörlega í okkar höndum í fyrri hálfleik. Við spiluðum mjög vel og sköpuðum okkur mörg góð færi sem við hefðum mátt nýta betur þannig að þetta yrði ekki svona tæpt,“ sagði Harpa eftir leik. „En svo komu þær grimmar inn í seinni hálfleikinn og við hleyptum þeim full mikið inn í leikinn. En ég var mjög sátt við að við náðum að refsa þeim eftir að þær skoruðu þetta eina mark sitt.“ Harpa segist þó ekki verða svefnlaus vegna færanýtingu Stjörnunnar sem er enn á toppi deildarinnar. „Nei, mér fannst við skapa okkur svo mörg góð færi og spila vel. Við sköpuðum okkur fleiri færi í dag en í síðustu leikjum. Ég tek þetta jákvæða með mér, við nýtum færin bara betur næst,“ sagði Harpa sem hrósaði kantmönnum Stjörnunnar, þeim Öglu Maríu Albertsdóttur og Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur, sem áttu frábæran leik. „Þær voru frábærar eins og öll sóknin. Við lögðum upp með að fara á bak við þær á köntunum og það gekk virkilega vel. Þær áttu báðar toppleik,“ sagði Harpa að endingu.Valorie: Getum byggt á þessu Valorie Nicole O'Brien, spilandi þjálfari Selfoss, segist geta tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum í kvöld þrátt fyrir tap. „Við unnum okkur inn í leikinn og urðum betri með hverri mínútunni. Við sköpuðum mörg góð færi sem við náðum ekki að klára. En við getum byggt á þessu,“ sagði Valorie í leikslok. Selfyssingar áttu í miklum vandræðum með að stoppa kantspil Stjörnunnar í leiknum. „Við vissum að þær væru með hraða kantmenn og það kom okkur ekkert á óvart. Við hefðum getað varist kantspilinu betur en það var ekkert hættulegra en við bjuggumst við,“ sagði Valorie sem var ánægð með markið sem Selfoss skoraði og sóknarleikinn í seinni hálfleik. „Við bjuggum til góð færi og fengum möguleika í skyndisóknum. Því miður skoruðum við bara eitt mark en við getum byggt á þessu,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira