Öll úrslit í handboltakeppni Ólympíuleikanna voru ekki eftir bókinni í gær.
Óvæntustu úrslitin voru sigur Brasilíu á liði Póllands. Vitað var að heimamenn myndu tefla fram frambærilegu liði en þessi úrslit komu eigi að síður á óvart.
Fjölþjóðlegt lið Katar gerði sér síðan lítið fyrir og pakkaði Króatíu saman. Zarko Markovic skoraði 10 mörk fyrir Katar og Rafael Capote 6.
Úrslit:
Frakkland-Túnis 25-23
Slóvenía-Egyptaland 27-26
Pólland-Brasilía 32-34
Danmörk-Argentína 25-19
Svíþjóð-Þýskaland 29-32
Króatía-Katar 23-30
Brasilía skellti Póllandi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn