Handbolti

Guðmundur byrjar á sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Danmörku byrja á sigri á Ólympíuleikunum í Ríó, en þeir unnu sex marka sigur á Argentínu, 25-19.

Argentína byrjaði vel og komst í 5-2 eftir að Danmörk hafi komist í 1-0. Eftir það vöknuðu Danirnir af værum blundi og náðu fljótlega undirtökunum, en staðan var 10-10 í hálfleik.

Það er ljóst að Guðmundur hefur lesið vel yfir sínum mönnum í hálfleik, en þeir skoruðu sex fyrstu mörkin í síðari hálfleik og staðan orðin vænleg, 16-10, fyrir Danina.

Eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda, en Henrik Møllgaard fékk þó að líta rauða spjaldið þegar tíu mínútur voru eftir fyrir brot á Pablo Simonet. Lokatölur eins og fyrr segir, 25-19.

Næst spilar Danmörk við Túnis á þriðjudag, en þeir eru einnig með Króatíu, Katar og Frakklandi í riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×