Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur Lúthersdóttir skoðar tímann sinn eftir sundið. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Sjá meira