Suicide Squad langt komin með að slá aðsóknarmet í ágúst Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2016 21:03 Jared Leto og Margot Robbie sem Jókerinn og Harley Quinn í Suicide Squad. Vísir/IMDB Miðar á kvikmyndina Suicide Squad hafa runnið út eins og heitar lummur í Bandaríkjunum yfir helgina. Stefnir í að myndin þéni um 147 milljónir dala, eða sem nemur um 17 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, yfir helgina og slái þar með met Guardians of the Galaxy frá árinu 2014 fyrir stærstu frumsýningarhelgi ágústmánaðar.Greint er frá því á Variety að Suicide Squad gangi einnig vel á heimsvísu og hafi nú þegar þénað um 64 milljónir dollara í 17 löndum, þar á meðal Bretlandi, Mexíkó og Spáni. Áhorfendur hafa ekki verið að setja slæma dóma gagnrýnenda fyrir sig en myndin er með 27 prósent á Rotten Tomatoes-vefnum, sem þýðir að aðeins 27 prósent gagnrýnenda eru jákvæðir í garð myndarinnar.Suicide Squad er úr DC-myndasagnaheiminum og segir frá hópi fangelsaðra illmenna sem er gefið tækifæri á að milda fangelsisdóma sína gegn því að leggja í mikla háskaför. Á meðal leikara eru Will Smith, Jared Leto, Margot Robbie, Joel Kinnaman, Viola Davis, Jai Courtney og Cara Delevingne. Myndin hefur náð að skapa sér traustan aðdáendahóp fyrir frumsýningu hennar en tæplega fjórar milljónir notenda hafa líkað við Facebook-síðu myndarinnar. Miðasöluvefurinn Fandango greindi frá því síðastliðinn þriðjudag að aldrei hefðu fleiri keypt miða í forsölu á mynd í ágústmánuði en á Suicide Squad í sextán ára sögu fyrirtækisins. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Hún er um þessar mundir að kynna nýjustu kvikmynd sína, Suicide Squad. 2. ágúst 2016 11:15 Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41 Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Miðar á kvikmyndina Suicide Squad hafa runnið út eins og heitar lummur í Bandaríkjunum yfir helgina. Stefnir í að myndin þéni um 147 milljónir dala, eða sem nemur um 17 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, yfir helgina og slái þar með met Guardians of the Galaxy frá árinu 2014 fyrir stærstu frumsýningarhelgi ágústmánaðar.Greint er frá því á Variety að Suicide Squad gangi einnig vel á heimsvísu og hafi nú þegar þénað um 64 milljónir dollara í 17 löndum, þar á meðal Bretlandi, Mexíkó og Spáni. Áhorfendur hafa ekki verið að setja slæma dóma gagnrýnenda fyrir sig en myndin er með 27 prósent á Rotten Tomatoes-vefnum, sem þýðir að aðeins 27 prósent gagnrýnenda eru jákvæðir í garð myndarinnar.Suicide Squad er úr DC-myndasagnaheiminum og segir frá hópi fangelsaðra illmenna sem er gefið tækifæri á að milda fangelsisdóma sína gegn því að leggja í mikla háskaför. Á meðal leikara eru Will Smith, Jared Leto, Margot Robbie, Joel Kinnaman, Viola Davis, Jai Courtney og Cara Delevingne. Myndin hefur náð að skapa sér traustan aðdáendahóp fyrir frumsýningu hennar en tæplega fjórar milljónir notenda hafa líkað við Facebook-síðu myndarinnar. Miðasöluvefurinn Fandango greindi frá því síðastliðinn þriðjudag að aldrei hefðu fleiri keypt miða í forsölu á mynd í ágústmánuði en á Suicide Squad í sextán ára sögu fyrirtækisins.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Hún er um þessar mundir að kynna nýjustu kvikmynd sína, Suicide Squad. 2. ágúst 2016 11:15 Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41 Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Hún er um þessar mundir að kynna nýjustu kvikmynd sína, Suicide Squad. 2. ágúst 2016 11:15
Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41
Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45