Sport

Kunnuglegt andlit í danska hópnum á setningarhátíðinni

Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar
Guðmundur Guðmundsson á setningarhátíðinni í gær.
Guðmundur Guðmundsson á setningarhátíðinni í gær. Vísir/Anton
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, er kominn með sitt til Ríó til að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna.

Guðmundur ætti að vera farinn að þekkja vel þessa stund enda komið við sögu í ófáum setningarathöfnum Ólympíuleika á síðustu áratugum.

Þetta verða fjórðu Ólympíuleikarnir í röð hjá Guðmundi sem þjálfara en hann þjálfaði íslenska landsliðið á ÓL í Aþenu 2004, ÓL í Peking 2008 og ÓL í London 2012.

Í öll þau skipti gekk Guðmundur inn með íslenska hópnum á setningarhátíðinni sem og í þau tvö skipti sem hann var leikmaður með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikum eða í Los Angeles 1984 og Seoul 1988.

Að þessu sinni kom Guðmundur hinsvegar inn með Ólympíuliði Dana. Guðmundur hafði greinilega mjög gaman af eins og sjá má á myndum Antons Brink Hansen, ljósmyndara Vísis og Fréttablaðsins.

Guðmundur var líka duglegur að stilla sér upp á myndum og þar á meðal með gömlu lærisveinum sínum í þýska liðinu Rhein Neckar Löwen.

Guðmundur stýrir danska landsliðinu í fysta leikunum á morgun þegar Danirnir mæta Argentínu.





Vísir/Anton
Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×