Erlent

Óttast að ISIS hafi handsamað þrjú þúsund Íraka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hart hefur verið sótt að ISIS undanfarna mánuði
Hart hefur verið sótt að ISIS undanfarna mánuði Vísir/Getty
Sameinuðu þjóðirnar segja allt benda til þess að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi í gær handsamað allt að þrjú þúsund Íraka sem voru á flótta undan átökum þar í landi. Talið er að tólf þeirra hafi verið líflátnir.

Þetta kemur fram í daglegri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem fylgist grannt með ástandi mála í Írak og Sýrlandi. Sagt er að hermenn ISIS noti flóttamennina sem skjöld gegn sókn írakska hersins.

Hart hefur verið sótt að ISIS undanfarna mánuði og hefur yfirráðasvæði samtakanna í Sýrlandi og Írak dregist töluvert saman. Hafa stjórnvöld í Írak endurheimt fjölmargar borgir sem áður voru undir stjórn ISIS en Mosul í Írak og Raqqa í Sýrlandi, helstu vígi ISIS, eru enn undir stjórn samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×