Erlent

Ráðist á túrista í Afganistan

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Svo virðist sem styrkur Talibana í landinu sem að vaxa á nýju. Þessi mynd sýnir átta Talibana sem gáfu sig fram við stjórnvöld í vikunni.
Svo virðist sem styrkur Talibana í landinu sem að vaxa á nýju. Þessi mynd sýnir átta Talibana sem gáfu sig fram við stjórnvöld í vikunni. Vísir/Getty
Hermenn Talibana réðust á hóp túrista sem voru í útsýnisferð um Chesht-e-Sharfi héraðið í vesturhluta Afganistan í dag. Skotið var á bílalest þar sem keyrt var með 12 ferðamenn frá þremur löndum og særðust einhverjir þeirra lítillega í árásinni. Farið var með þá á ítalskan herspítala í nágrenninu þar sem hlúið var að sárum þeirra.

Búist er við því að túristarnir muni verða fluttir til Kabúl við fyrsta tækifæri.

Vegir í Afganistan eru taldir mjög hættulegir en þar hefur verið mikið um árásir sem og mannrán oftast nær af hermönnum Talibana.

Þótt ótrúlegt megi virðast er alltaf eitthvað um túrisma í landinu þrátt fyrir áralangt óreiðuástand. Þetta eru yfirleitt svokallaðar „ævintýraferðir“ sem skipulagðar eru af erlendum ferðaskrifstofum. Vinsælasti staðurinn til þessa hefur verið Bamiyan héraðið en þar má sjá fornminjar frá eldri samfélögum sem bjuggu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×