Erlent

„Stökkvið! Stökkvið! Skiljið farangurinn eftir!“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
275 farþegar voru um borð ásamt áhafnarmeðlimum.
275 farþegar voru um borð ásamt áhafnarmeðlimum. Mynd/Instagram
Myndband úr síma farþega Boeing 777 vélar Emirates-flugfélagsins, sem kviknaði í á flugvelli í Dubai, sýnir hvernig farþegar vélarinnar ruku til og gripu handfarangur sinn í stað þess að stökkva beint frá borði.

„Stökkvið! Stökkvið! Skiljið töskurnar eftir!“ heyrist kona öskra á fólkið en ekki allir fara eftir fyrirmælum hennar.

Þrjúhundruð farþegar voru í vélinni og komust allir óhultir frá borði. Fólkið var á leiðinni frá indversku borginni Thiruvananthapuram til Dubai þegar slysið átti sér stað. Einn slökkviliðsmaður lést við slökkvistarf.

Yfirvöld rannsaka nú aðdragana slyssins en flest bendir til sér að það hafi átt sér stað þegar áhöfn vélarinnar ákvað að hætta við lendingu. Mistök við þá aðgerð eiga að hafa orsakað slysið.


Tengdar fréttir

Farþegaþota brotlenti í Dubai

Myndir hafa birst af svörtum reyk sem leggur frá vélinni, en engar fréttir hafa borist um að nokkur hafi slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×