Erlent

Kanna andlega heilsu árásarmannsins í Lundúnum

Atli Ísleifsson skrifar
Við Russell Square.
Við Russell Square. Vísir/AFP
Lögregla og læknar í Lundúnum kanna nú andlega heilsu nítján ára manns sem handtekinn var í gærkvöldi eftir að hafa stungið konu til bana og sært fimm til viðbótar við Russell Square í miðborg Lundúna.

Lögreglu barst tilkynningu um mann sem réðist gegn fólki og var hann handtekinn klukkan 22:39 að staðartíma eftir að lögreglumaður hafði beitt rafbyssu á manninn.

Talsmaður lögreglu segir að andleg heilsa mannsins virðist hafa skipt sköpum í atburðarásinni og hefur Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúnaborgar, hvatt almenning til að halda ró sinni og vera aðgætinn.

Konan sem fórst í árásinni var á sjötugsaldri, en tvær konur og þrír karlmenn særðust einnig í árásinni og voru þau flutt á sjúkrahús. BBC greinir frá því að tveir séu enn undir eftirliti.

Fjölmennt lið lögreglu var á staðnum og er haft eftir sjónarvottum að þeir hafi ekki séð annað eins síðan hryðjuverkaárásunum í borginni í júlí 2005.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×