Segir vísbendingum um sakleysi Sævars vísvitandi hafa verið ýtt til hliðar Una Sighvatsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 18:59 Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira