Erlent

Farþegaþota brotlenti í Dubai

Atli Ísleifsson skrifar
275 farþegar voru um borð ásamt áhafnarmeðlimum.
275 farþegar voru um borð ásamt áhafnarmeðlimum. Mynd/Instagram
Farþegaþota Emirates-flugfélagsins með nærri þrjú hundruð manns um borð brotlenti á alþjóðaflugvellinum í Dubai í morgun.

Myndir hafa birst af svörtum reyk sem leggur frá vélinni, en áhöfn vélarinnar og starfsmönnum flugvallarins tókst að koma öllum farþegum heilu og höldnu úr vélinni.

Engar fréttir hafa borist um að nokkur hafi slasast.

Þotan er af gerðinni Boeing 777 og var á leið frá indversku borginni Trivandrum til Dubai. 275 farþegar voru um borð ásamt áhafnarmeðlimum.

Öllum brottförum frá Dubai-flugvelli hefur verið frestað um tíma.

Alþjóðaflugvöllurinn í Dubai er einn stærsti flugvöllur Miðausturlanda en um 66 milljónir farþega fara um völlinn á hverju ári.

#BREAKING Emirates plane crashes at #Dubai International Airport. No more details yet.

A photo posted by iMad Sarrouf (@digitful) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×