Erlent

700 manns drepnir á Filipseyjum vegna fíkniefnamála

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fulltrúar þrjúhundruð mannréttindasamtaka skora á Sameinuðu þjóðirnar að fordæma aðgerðir lögreglunnar í Filippseyjum.
Fulltrúar þrjúhundruð mannréttindasamtaka skora á Sameinuðu þjóðirnar að fordæma aðgerðir lögreglunnar í Filippseyjum. Vísir/EPA
Yfir sjö hundruð manns hafa verið drepnir á Filippseyjum á tæpum þremur mánuðum vegna gruns um fíkniefnaneyslu eða sölu fíkniefna.

Fulltrúar þrjúhundruð mannréttindasamtaka skora á Sameinuðu þjóðirnar að fordæma aðgerðir lögreglunnar í Filippseyjum. Human Rights Watch og Stop Aids eru meðal samtaka sem hafa sett nafn sitt við yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna en alls hafa um þrjú hundruð samtök sett nafn sitt við áskorun til Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra samtaka sem hafa með fíkniefnamál að gera.

Þar er kallað eftir því að stofnanir Sameinuðu þjóðanna fordæmi ódæðisverkin en samtökin líta á aðgerðir stjórnvalda sem hrein og klár mannréttindabrot. Ann Fordham, framkvæmdastjóri Alþjóðlegra samtaka um stefnu í fíkniefnamálum, segir að ekki sé hægt að líta á tilhæfulaus manndráp sem leið til þess að stemma stigu við fíkniefnaneyslu í landinu.

Hún segir þögn Sameinuðu þjóðanna óásættanlega á meðan fólk er drepið á götum úti dag eftir dag. Rodrigo Duerte, forseti Filippseyja, vann stórsigur í maí síðastliðnum eftir að hafa lofað því að hefja stríð gegn fíkniefnasölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×