Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2016 14:45 Goonies eða E.T.? Neibb, Stranger Things. Bandaríska þáttaröðin Stranger Things hefur verið afar umtöluð á samfélagsmiðlum eftir að hún var frumsýnd á efnisveitu Netflix um miðjan síðasta mánuð. Auk jákvæðra umsagna áhorfenda hafa þættirnir fengið mikið lof frá gagnrýnendum en þeir sem þegar eru búnir að horfa á alla átta þættina í seríunni gætu hafa tekið eftir þeim fjölda skírskotana í kvikmyndasöguna sem eru að finna í þeim.Í þessari grein verður farið yfir þær en þeir sem enn hafa ekki horft á þessa þætti ættu að láta staðar numið í lestri hennar því hér verður farið yfir atriði sem mögulega gæti spillt fyrir áhorfi.Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Sem sagt, allt löðrandi í 80´s-stemningu og skírskotunum í verk Steven Spielberg, John Carpenter, Rob Reiner og George Lucas, svo dæmi séu tekin, og ekki síst í verk rithöfundarins Stephen King. Ungur drengur hverfur á dularfullan hátt og stúlka með krafta til að stjórna umhverfi sínu með hugaorkunni einni saman birtist óvænt. Hún slæst í för með vinum unga drengsins og aðstoðar þá við leitina að vini þeirra og smám saman kemur ógnvænlegur veruleiki á yfirborðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem er búið að taka saman allar þessar kvikmyndaskírskotanir og setja þær við hlið atriða úr Stranger Things. References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríska þáttaröðin Stranger Things hefur verið afar umtöluð á samfélagsmiðlum eftir að hún var frumsýnd á efnisveitu Netflix um miðjan síðasta mánuð. Auk jákvæðra umsagna áhorfenda hafa þættirnir fengið mikið lof frá gagnrýnendum en þeir sem þegar eru búnir að horfa á alla átta þættina í seríunni gætu hafa tekið eftir þeim fjölda skírskotana í kvikmyndasöguna sem eru að finna í þeim.Í þessari grein verður farið yfir þær en þeir sem enn hafa ekki horft á þessa þætti ættu að láta staðar numið í lestri hennar því hér verður farið yfir atriði sem mögulega gæti spillt fyrir áhorfi.Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Sem sagt, allt löðrandi í 80´s-stemningu og skírskotunum í verk Steven Spielberg, John Carpenter, Rob Reiner og George Lucas, svo dæmi séu tekin, og ekki síst í verk rithöfundarins Stephen King. Ungur drengur hverfur á dularfullan hátt og stúlka með krafta til að stjórna umhverfi sínu með hugaorkunni einni saman birtist óvænt. Hún slæst í för með vinum unga drengsins og aðstoðar þá við leitina að vini þeirra og smám saman kemur ógnvænlegur veruleiki á yfirborðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem er búið að taka saman allar þessar kvikmyndaskírskotanir og setja þær við hlið atriða úr Stranger Things. References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira