Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2016 14:45 Goonies eða E.T.? Neibb, Stranger Things. Bandaríska þáttaröðin Stranger Things hefur verið afar umtöluð á samfélagsmiðlum eftir að hún var frumsýnd á efnisveitu Netflix um miðjan síðasta mánuð. Auk jákvæðra umsagna áhorfenda hafa þættirnir fengið mikið lof frá gagnrýnendum en þeir sem þegar eru búnir að horfa á alla átta þættina í seríunni gætu hafa tekið eftir þeim fjölda skírskotana í kvikmyndasöguna sem eru að finna í þeim.Í þessari grein verður farið yfir þær en þeir sem enn hafa ekki horft á þessa þætti ættu að láta staðar numið í lestri hennar því hér verður farið yfir atriði sem mögulega gæti spillt fyrir áhorfi.Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Sem sagt, allt löðrandi í 80´s-stemningu og skírskotunum í verk Steven Spielberg, John Carpenter, Rob Reiner og George Lucas, svo dæmi séu tekin, og ekki síst í verk rithöfundarins Stephen King. Ungur drengur hverfur á dularfullan hátt og stúlka með krafta til að stjórna umhverfi sínu með hugaorkunni einni saman birtist óvænt. Hún slæst í för með vinum unga drengsins og aðstoðar þá við leitina að vini þeirra og smám saman kemur ógnvænlegur veruleiki á yfirborðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem er búið að taka saman allar þessar kvikmyndaskírskotanir og setja þær við hlið atriða úr Stranger Things. References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríska þáttaröðin Stranger Things hefur verið afar umtöluð á samfélagsmiðlum eftir að hún var frumsýnd á efnisveitu Netflix um miðjan síðasta mánuð. Auk jákvæðra umsagna áhorfenda hafa þættirnir fengið mikið lof frá gagnrýnendum en þeir sem þegar eru búnir að horfa á alla átta þættina í seríunni gætu hafa tekið eftir þeim fjölda skírskotana í kvikmyndasöguna sem eru að finna í þeim.Í þessari grein verður farið yfir þær en þeir sem enn hafa ekki horft á þessa þætti ættu að láta staðar numið í lestri hennar því hér verður farið yfir atriði sem mögulega gæti spillt fyrir áhorfi.Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Sem sagt, allt löðrandi í 80´s-stemningu og skírskotunum í verk Steven Spielberg, John Carpenter, Rob Reiner og George Lucas, svo dæmi séu tekin, og ekki síst í verk rithöfundarins Stephen King. Ungur drengur hverfur á dularfullan hátt og stúlka með krafta til að stjórna umhverfi sínu með hugaorkunni einni saman birtist óvænt. Hún slæst í för með vinum unga drengsins og aðstoðar þá við leitina að vini þeirra og smám saman kemur ógnvænlegur veruleiki á yfirborðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem er búið að taka saman allar þessar kvikmyndaskírskotanir og setja þær við hlið atriða úr Stranger Things. References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein