Erlent

Rajoy varar við að mögulega þurfi að kjósa enn á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Mariano Rajoy tók við starfi forsætisráðherra Spánar árið 2011.
Mariano Rajoy tók við starfi forsætisráðherra Spánar árið 2011. Vísir/AFP
Mariano Rajoy, starfandi forsætisráðherra Spánar, hefur varað Spánverja við að mögulega þurfi að halda enn einar þingkosningarnar í landinu þar sem Sósíalistaflokkurinn neiti að styðja við tilraunir hans til að mynda samsteypustjórn.

Hægriflokkur Rajoy, Partido Popular, náði flestum þingmönnum allra flokka inn á þing í þingkosningunum sem fram fóru í lok júní. Partido Popular náði inn 137 mönnum, en tókst ekki að ná þeim 176 sem þarf til að ná hreinum meirihluta.

Þingkosningar fóru einnig fram í desember síðastliðinn þar sem engum flokki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn.

Í frétt SVT segir að samsteypustjórn hafi aldrei verið mynduð á Spáni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×