Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók fyrir flokksþing Demókrataflokksins í þætti sínum Last Week Tonight síðastliðið sunnudagskvöld.
Líkt og Oliver er von og visa var umfjöllunin óborganleg, en hann tók þar meðal annars fyrir margrómaða ræðu forsetafrúarinnar Michelle Obama.
Í ræðunni minntist Obama þess meðal annars að hún vaknaði á hverjum degi í húsi sem reist var af þrælum og geti fylgst með tveimur dætrum sínum að leik á lóð Hvíta hússins. Hnýtti Oliver þó í gesti flokkþingsins fyrir að fagna gríðarlega við setninguna um að hún vaknaði í húsi reistu af þrælum.
Þá sagði hann varaforsetann Joe Biden greinilega eiga framtíð fyrir sér sem spinningþjálfari eftir að sýna brot úr ræðu hans.
Sjá má umfjöllunina að neðan.
Keflavík
Grindavík