Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar vísir/Eyþór Það er ansi merkilegt svona í sögu hátíðarinnar að Guðni Th. Jóhannesson forseti mun flytja hátíðarávarp á stóra sviðinu á Arnarhóli eftir Gleðigönguna. Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Íslands tengist hátíðinni okkar með nokkrum hætti,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga sem hefjast í dag. Gunnlaugur segir aðstandendur hátíðarinnar afar ánægða og stolta með aðkomu Guðna að hátíðinni en aðstandendur hennar biðu fram yfir kosningar til þess að sjá hvern þau ættu að setja sig í samband við. „Við leituðum til hans. Það hafði oft komið til tals og okkur fannst í ljósi þess að við höfum verið í góðu samstarfi við ráðherra, borgastjóra og svo framvegis að það vantaði að fá stimpilinn frá forsetaembættinu. Við ákváðum því að bíða með að festa ræðumann þar til eftir kosningar til þess að sjá við hvern við ættum að tala og hvort það myndi ekki takast núna með breytingum á Bessastöðum,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Við settum okkur í samband við Guðna strax daginn eftir kosningar og fengum ótrúlega jákvæð viðbrögð frá honum og mikinn vilja frá skrifstofu forseta til þess að vera í samstarfi með þetta. Þetta var því komið inn í dagbók forseta töluvert áður en hann tók við embættinu.“Gunnlaugur Bragi Björnsson segir aðstandendur Hinsegin daga ánægða og stolta með þátttöku forsetans í hátíðinni. Mynd/EyþórDagskrá hátíðarinnar er líkt og áður fjölbreytt og lífleg og segir Gunnlaugur undirbúning hátíðarinnar hafa gengið stórvel þó töluvert mikið sé um að vera svona síðustu daga fyrir hana. „Við erum svolítið búin að vera að grínast með það að við verðum sjálfsagt ekki kosin Starfsmenn mánaðarins í dagvinnunni okkar þennan síðasta mánuð fyrir hátíð. Það eru ansi mörg símtöl, tölvupóstar og skreppitúrar í hádeginu síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir hann glaður í bragði. Á dagskránni í ár eru um þrjátíu viðburðir og hefst hún líkt og áður sagði í dag og lýkur næstkomandi laugardag þegar sjálf Gleðigangan fer fram sem óumdeilanlega er hápunktur hátíðarhaldanna. Þemað í ár er saga hinsegin fólks. „Það er dálítið af viðburðum sem eru svolítið tengdir því. Til dæmis söguganga um miðborgina með áherslu á staði, hús og svæði sem tengjast sögunni okkar. Hún er, ótrúlegt en satt, töluvert löng og tengist ýmsum stöðum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir að tengjast þessari sögu. Ég þekki söguna ekki almennilega sjálfur og hlakka til að fara í gönguna og heyra hvað borgin okkar hefur að geyma.“ Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí. Hinsegin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Það er ansi merkilegt svona í sögu hátíðarinnar að Guðni Th. Jóhannesson forseti mun flytja hátíðarávarp á stóra sviðinu á Arnarhóli eftir Gleðigönguna. Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Íslands tengist hátíðinni okkar með nokkrum hætti,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga sem hefjast í dag. Gunnlaugur segir aðstandendur hátíðarinnar afar ánægða og stolta með aðkomu Guðna að hátíðinni en aðstandendur hennar biðu fram yfir kosningar til þess að sjá hvern þau ættu að setja sig í samband við. „Við leituðum til hans. Það hafði oft komið til tals og okkur fannst í ljósi þess að við höfum verið í góðu samstarfi við ráðherra, borgastjóra og svo framvegis að það vantaði að fá stimpilinn frá forsetaembættinu. Við ákváðum því að bíða með að festa ræðumann þar til eftir kosningar til þess að sjá við hvern við ættum að tala og hvort það myndi ekki takast núna með breytingum á Bessastöðum,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Við settum okkur í samband við Guðna strax daginn eftir kosningar og fengum ótrúlega jákvæð viðbrögð frá honum og mikinn vilja frá skrifstofu forseta til þess að vera í samstarfi með þetta. Þetta var því komið inn í dagbók forseta töluvert áður en hann tók við embættinu.“Gunnlaugur Bragi Björnsson segir aðstandendur Hinsegin daga ánægða og stolta með þátttöku forsetans í hátíðinni. Mynd/EyþórDagskrá hátíðarinnar er líkt og áður fjölbreytt og lífleg og segir Gunnlaugur undirbúning hátíðarinnar hafa gengið stórvel þó töluvert mikið sé um að vera svona síðustu daga fyrir hana. „Við erum svolítið búin að vera að grínast með það að við verðum sjálfsagt ekki kosin Starfsmenn mánaðarins í dagvinnunni okkar þennan síðasta mánuð fyrir hátíð. Það eru ansi mörg símtöl, tölvupóstar og skreppitúrar í hádeginu síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir hann glaður í bragði. Á dagskránni í ár eru um þrjátíu viðburðir og hefst hún líkt og áður sagði í dag og lýkur næstkomandi laugardag þegar sjálf Gleðigangan fer fram sem óumdeilanlega er hápunktur hátíðarhaldanna. Þemað í ár er saga hinsegin fólks. „Það er dálítið af viðburðum sem eru svolítið tengdir því. Til dæmis söguganga um miðborgina með áherslu á staði, hús og svæði sem tengjast sögunni okkar. Hún er, ótrúlegt en satt, töluvert löng og tengist ýmsum stöðum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir að tengjast þessari sögu. Ég þekki söguna ekki almennilega sjálfur og hlakka til að fara í gönguna og heyra hvað borgin okkar hefur að geyma.“ Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí.
Hinsegin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira