Glæsilegi götusóparinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Bakvið hvert orð er mynd sem skýtur upp kollinum þegar orðið er nefnt. Þegar ég heyrði orðið „götusópari“ hér áður fyrr, sá ég strax í hugskoti mínu mynd af manni með raunalegan svip og í óræstilegum vinnugalla. En svo breyttist þetta þegar ég fór að skokka í Fuengirola að morgni dags. Þar varð jafnan á vegi mínum sá allra glæsilegasti götusópari sem ég hef augum litið. Þetta er föngulega förðuð kona í svo skínandi hreinum og pent pressuðum vinnugalla, að hvorki sést blettur né felling á flík. Gallinn er líka þétt sniðinn að kvenlegum vexti hennar þannig að fyrst hélt ég að þarna færi Paris Hilton að afplána dóm. Nema hvað, hár þessa glæsilega götusópara er biksvart og nær lengst niður á bak. Svo brestur hún stundum í svo ástríðufullan söng að jafnvel járnbrautarlestin beygir af. Þetta hefur orðið til þess að gamla myndin af eymdarlega sóparanum hefur horfið veg allrar veraldar. Nú hoppar hjarta mitt af kæti í hvert sinn sem ég heyri orðið „götusópari“. Til mikilla óheilla þá heyrist þetta orðið afar sjaldan svo ég varð að treysta á önnur trix til að halda mér kátum. Þess vegna réðst ég í það þarfaverk að endurskipuleggja þetta myndasafn. Nú sé ég til dæmis ekki smjörgreidda pabbastráka þegar minnst er á Sjálfstæðisflokkinn heldur Brynjar Níelsson í hláturskasti. Þetta gerir fréttatímann hressandi. Myndin af Samfylkingunni er reyndar horfin og svo er ég að vinna í því að breyta Framsóknarflokknum en hrúturinn er þrjóskur. En svo eru til myndir sem ég tími ekki að breyta. Til dæmis sú sem er bakvið orðið „Ísland“, Sama hvað öllu hú-i, hóli og orðagjálfri landa minna líður, þá sé ég alltaf mömmu fyrir mér: „Svolítið meira kaffi?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Bakvið hvert orð er mynd sem skýtur upp kollinum þegar orðið er nefnt. Þegar ég heyrði orðið „götusópari“ hér áður fyrr, sá ég strax í hugskoti mínu mynd af manni með raunalegan svip og í óræstilegum vinnugalla. En svo breyttist þetta þegar ég fór að skokka í Fuengirola að morgni dags. Þar varð jafnan á vegi mínum sá allra glæsilegasti götusópari sem ég hef augum litið. Þetta er föngulega förðuð kona í svo skínandi hreinum og pent pressuðum vinnugalla, að hvorki sést blettur né felling á flík. Gallinn er líka þétt sniðinn að kvenlegum vexti hennar þannig að fyrst hélt ég að þarna færi Paris Hilton að afplána dóm. Nema hvað, hár þessa glæsilega götusópara er biksvart og nær lengst niður á bak. Svo brestur hún stundum í svo ástríðufullan söng að jafnvel járnbrautarlestin beygir af. Þetta hefur orðið til þess að gamla myndin af eymdarlega sóparanum hefur horfið veg allrar veraldar. Nú hoppar hjarta mitt af kæti í hvert sinn sem ég heyri orðið „götusópari“. Til mikilla óheilla þá heyrist þetta orðið afar sjaldan svo ég varð að treysta á önnur trix til að halda mér kátum. Þess vegna réðst ég í það þarfaverk að endurskipuleggja þetta myndasafn. Nú sé ég til dæmis ekki smjörgreidda pabbastráka þegar minnst er á Sjálfstæðisflokkinn heldur Brynjar Níelsson í hláturskasti. Þetta gerir fréttatímann hressandi. Myndin af Samfylkingunni er reyndar horfin og svo er ég að vinna í því að breyta Framsóknarflokknum en hrúturinn er þrjóskur. En svo eru til myndir sem ég tími ekki að breyta. Til dæmis sú sem er bakvið orðið „Ísland“, Sama hvað öllu hú-i, hóli og orðagjálfri landa minna líður, þá sé ég alltaf mömmu fyrir mér: „Svolítið meira kaffi?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun