Chelsea Manning dæmd í 14 daga einangrun vegna sjálfsmorðstilraunar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 22:10 Manning afplánar dóm í Fort Leavenworth herfangelsinu í Kansas. vísir/afp Chelsea Manning hefur verið dæmd til fjórtán daga einangrunarvistar vegna sjálfsmorðstilraunar sem hún reyndi í júlí og fyrir að hafa haft ómerkta bók í fangaklefa sínum. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum gagna um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til WikiLeaks. Hún afplánar dóm sinn í Fort Leavenworth fangelsinu í Kansas en það er fangelsi fyrir hermenn sem hafa brotið af sér. Fangelsisyfirvöld gáfu Manning það að sök að hafa með sjálfsmorðstilraun sinni spillt þeim góða aga sem ríkir í fangelsinu. Manning er transkona en hefur ekki enn gengist undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún hóf hormónameðferð innan veggja fangelsisins fyrir um einu og hálfu ári og fékk í síðustu viku fregnir þess efnis að herinn hefði veitt henni leyfi til þess að gangast undir aðgerð. Henni hafði um langt skeið verið neitað aðgerð en fékk loks grænt ljós eftir fimm daga hungurverkfall fyrr í mánuðinum. Fékk aðeins klukkustund til þess að undirbúa sig Manning, sem er reglulegur pistlahöfundur The Guardian, tjáði sig um málið í pistli á þriðjudag. Hún gagnrýndi meðal annars verklag fangelsisyfirvalda við refsinguna. Manning þurfti að undirbúa varnarræðu sem hún flutti fyrir stjórnina áður en hún tók ákvörðun um einangrunarvistina en fékk aðeins klukkustund til þess að líta yfir meira en hundrað blaðsíðna skýrslu um brot hennar. Hún fékk ekki að ráðfæra sig við lögmann vegna málsins. Þegar Manning blaðaði í gegnum skýrsluna sá hún jafnframt ljósmynd af sjálfri sér sem tekin var skömmu eftir sjálfsmorðstilraunina. „Þessi mynd truflaði mig. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún kvaldi mig meira en allar þær líkamlegu þjáningar og harðræði sem ég upplifað,“ skrifaði Manning í pistlinum. Manning hefur þurft að þola miklar raunir frá því hún hóf afplánun sína 2013. Henni hefur meðal annars verið meinuð læknisaðstoð, henni hefur verið hótuð einangrunarvist og var refsað fyrir að hafa haft útrunnið tannkrem í klefa sínum. Tengdar fréttir Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42 Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14 Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10 Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12 Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Chelsea Manning hefur verið dæmd til fjórtán daga einangrunarvistar vegna sjálfsmorðstilraunar sem hún reyndi í júlí og fyrir að hafa haft ómerkta bók í fangaklefa sínum. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum gagna um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til WikiLeaks. Hún afplánar dóm sinn í Fort Leavenworth fangelsinu í Kansas en það er fangelsi fyrir hermenn sem hafa brotið af sér. Fangelsisyfirvöld gáfu Manning það að sök að hafa með sjálfsmorðstilraun sinni spillt þeim góða aga sem ríkir í fangelsinu. Manning er transkona en hefur ekki enn gengist undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún hóf hormónameðferð innan veggja fangelsisins fyrir um einu og hálfu ári og fékk í síðustu viku fregnir þess efnis að herinn hefði veitt henni leyfi til þess að gangast undir aðgerð. Henni hafði um langt skeið verið neitað aðgerð en fékk loks grænt ljós eftir fimm daga hungurverkfall fyrr í mánuðinum. Fékk aðeins klukkustund til þess að undirbúa sig Manning, sem er reglulegur pistlahöfundur The Guardian, tjáði sig um málið í pistli á þriðjudag. Hún gagnrýndi meðal annars verklag fangelsisyfirvalda við refsinguna. Manning þurfti að undirbúa varnarræðu sem hún flutti fyrir stjórnina áður en hún tók ákvörðun um einangrunarvistina en fékk aðeins klukkustund til þess að líta yfir meira en hundrað blaðsíðna skýrslu um brot hennar. Hún fékk ekki að ráðfæra sig við lögmann vegna málsins. Þegar Manning blaðaði í gegnum skýrsluna sá hún jafnframt ljósmynd af sjálfri sér sem tekin var skömmu eftir sjálfsmorðstilraunina. „Þessi mynd truflaði mig. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún kvaldi mig meira en allar þær líkamlegu þjáningar og harðræði sem ég upplifað,“ skrifaði Manning í pistlinum. Manning hefur þurft að þola miklar raunir frá því hún hóf afplánun sína 2013. Henni hefur meðal annars verið meinuð læknisaðstoð, henni hefur verið hótuð einangrunarvist og var refsað fyrir að hafa haft útrunnið tannkrem í klefa sínum.
Tengdar fréttir Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42 Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14 Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10 Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12 Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42
Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14
Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10
Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12
Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47