Beiðni um áfrýjun í máli Steven Avery fyrir dómstóla í lok ágúst Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. ágúst 2016 23:02 Mál Steven Avery hefur vakið heimsathygli eftir sjónvarpsþættina Making a Murderer. Vísir/Netflix Í lok ágúst fær nýr lögfræðingur Steven Avery áheyrn dómstóla í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem formlega verður lögð fram tillaga um að mál hans verði áfrýjað. Avery varð heimsfrægur eftir að Netflix gerði heimildarþáttaröðina Making a Murderer um mál hans og frænda hans Brendan Dassey. Margir sem hafa séð þáttaröðina eru sannfærðir um að Avery og frændi hans hafi verið hafðir af rangri sök. Avery var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresa Halbach og frændi hans líka sem þá var aðeins 17 ára gamall. Nýverið var dómurinn yfir Dassey, sem er orðinn 26 ára í dag, ógildur sem þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi innan skamms áfrýi saksóknari ekki úrskurðinum.Steven Avery og Brendan Dassey.Vísir/GettyNý sönnunargögn og vitniKathleen Zellner, nýr lögfræðingur Avery, segist hafa undir höndum ný sönnunargögn sem krefjist þess að framkvæmt verði nýtt DNA próf á einu af þeim mörgu sönnunargögnum sem notað var gegn Avery í réttarhöldum hans. Hún telur að með því geti hún sannað að sönnunargögnum hafi verið komið fyrir á heimili Avery til þess að láta líta út fyrir að hann væri sekur. Með því vonast hún til þess að sýna fram á hugsanlega sekt annars aðila. „Það er ekkert víst að þetta gangi en ég trúi því að ef við getum sýnt fram á að eitt sönnunargagnanna hafi verið falsað þá sé það nóg til þess að ógilda dóminn,“ sagði Zellner. „Það eru sönnunargögn nú þegar til staðar sem benda á aðra staðsetningu og á annan hugsanlegan morðingja. Við erum bæði með vitni sem við teljum trúverðugt og ný sönnunargögn.“ Zellner hefur áður fengið 17 dóma ógilda í sakamálum sem hún hefur tekið að sér í málum þar sem hún hefur trúað því að viðkomandi hafi verið hafður af rangri sök. Steven Avery er sagður bjartsýnn á að hann komi einhvern tímann með að losna úr fangelsi. Zellner fer fyrir dómsstóla þann 29. ágúst næstkomandi með nýju gögnin. Tengdar fréttir Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41 Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Í lok ágúst fær nýr lögfræðingur Steven Avery áheyrn dómstóla í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem formlega verður lögð fram tillaga um að mál hans verði áfrýjað. Avery varð heimsfrægur eftir að Netflix gerði heimildarþáttaröðina Making a Murderer um mál hans og frænda hans Brendan Dassey. Margir sem hafa séð þáttaröðina eru sannfærðir um að Avery og frændi hans hafi verið hafðir af rangri sök. Avery var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresa Halbach og frændi hans líka sem þá var aðeins 17 ára gamall. Nýverið var dómurinn yfir Dassey, sem er orðinn 26 ára í dag, ógildur sem þýðir að hann gæti losnað úr fangelsi innan skamms áfrýi saksóknari ekki úrskurðinum.Steven Avery og Brendan Dassey.Vísir/GettyNý sönnunargögn og vitniKathleen Zellner, nýr lögfræðingur Avery, segist hafa undir höndum ný sönnunargögn sem krefjist þess að framkvæmt verði nýtt DNA próf á einu af þeim mörgu sönnunargögnum sem notað var gegn Avery í réttarhöldum hans. Hún telur að með því geti hún sannað að sönnunargögnum hafi verið komið fyrir á heimili Avery til þess að láta líta út fyrir að hann væri sekur. Með því vonast hún til þess að sýna fram á hugsanlega sekt annars aðila. „Það er ekkert víst að þetta gangi en ég trúi því að ef við getum sýnt fram á að eitt sönnunargagnanna hafi verið falsað þá sé það nóg til þess að ógilda dóminn,“ sagði Zellner. „Það eru sönnunargögn nú þegar til staðar sem benda á aðra staðsetningu og á annan hugsanlegan morðingja. Við erum bæði með vitni sem við teljum trúverðugt og ný sönnunargögn.“ Zellner hefur áður fengið 17 dóma ógilda í sakamálum sem hún hefur tekið að sér í málum þar sem hún hefur trúað því að viðkomandi hafi verið hafður af rangri sök. Steven Avery er sagður bjartsýnn á að hann komi einhvern tímann með að losna úr fangelsi. Zellner fer fyrir dómsstóla þann 29. ágúst næstkomandi með nýju gögnin.
Tengdar fréttir Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41 Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16 Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi Mál Brendan Dassey var tekið fyrir í þáttaröðinni vinsælu, Making a Murderer. 12. ágúst 2016 20:41
Fleiri þættir af Making a Murderer Þættirnir, sem fjalla um þá Steven Avery og Brendan Dassey nutu gífurlegra vinsælda í fyrra. 19. júlí 2016 20:16
Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Mál Steven Avery sem fjallað var um í heimildaþáttunum Making a Murderer gæti ratað aftur í dómsstóla. 28. júní 2016 16:14