Sérfræðingur frá Netflix heldur námskeið á Íslandi Tinni Sveinsson skrifar 19. ágúst 2016 12:00 Brian Holt býr til viðmótið sem mætir notendum þegar þeir horfa á eða leita að efni á Netflix. „Það er ekki oft sem svona reynsluboltar koma til Íslands. Það er einstakt tækifæri fyrir áhugasama að sækja þessi námskeið,“ segir Benedikt D Valdez Stefánsson, stjórnarmaður í Samtökum vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) bjóða í næstu viku upp á öflugar heilsdagsvinnustofur með Brian Holt, viðmótssérfræðingi frá Netflix, og Vitaly Friedman, aðalritstjóra Smashing Magazine, sem er virt tæknitímarit á netinu. Þeir verða með sitthvort námskeiðið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og reynslu á sviði vefverkefna í víðum skilningi. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skipuleggjendur ráðstefnunnar JSConf Iceland, sem haldin verður í Hörpunni 25. - 26. ágúst. Þar koma þeir Holt og Friedman einnig fram en alls verða 36 erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni.Benedikt D. Valdez Stefánsson er stjórnarmeðlimur SVEF og forritari með meiru hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri.„Eitt af helstu markmiðum SVEF er einmitt að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í vefiðnaðinum, og eru þessar vinnustofur enn einn liðurinn í því“ segir Benedikt en allir hagnaður af námskeiðum sem þessum fer í að fjármagna starf vetursins þar sem haldnir verða viðburðir í hverjum mánuði fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast og blanda geði við bransann. Vinnustofurnar eru fjölbreyttar og henta fjölmörgum hópum, en eru sérstaklega kjörin fyrir vefhönnuði, forritara og aðra sem vinna náið með vefiðnaðinum. Vinnustofan með Brian er sérstaklega gagnleg fyrir bæði reynda forritara sem vilja bæta í reynslubankann sem og forritara sem eru jafnvel nýkomnir út á vinnumarkaðinn, en hann mun taka á tveimur heitustu málum forritunarheimsins undanfarið, ES6 og React. Vinnustofan með Vitaly er svo hugsuð fyrir reyndari vefhönnuði og forritara sem þekkja grunn hugmyndir um skalanlega vefhönnun og -forritun, en þar verður farið í flóknari tækni og leiðir á þeim sviðum. „Okkur fannst mikilvægt að reyna að finna eitthvað við hæfi sem flestra, enda er vefiðnaður gífurlega fjölbreyttur hópur. Síðar í vetur stefnum við á að bjóða upp á fleiri vinnustofur fyrir enn breiðari hóp, líkt og vefstjóra, teymisþjálfara o.s.frv.“ segir Benedikt. Vinnustofurnar fara fram á Icelandair Hótel Natura, miðvikudaginn 24. ágúst næstkomandi. Á vef samtakanna er hægt að nálgast miða á bæði viðburðinn með Brian Holt og viðburðinn með Vitaly. Netflix Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
„Það er ekki oft sem svona reynsluboltar koma til Íslands. Það er einstakt tækifæri fyrir áhugasama að sækja þessi námskeið,“ segir Benedikt D Valdez Stefánsson, stjórnarmaður í Samtökum vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) bjóða í næstu viku upp á öflugar heilsdagsvinnustofur með Brian Holt, viðmótssérfræðingi frá Netflix, og Vitaly Friedman, aðalritstjóra Smashing Magazine, sem er virt tæknitímarit á netinu. Þeir verða með sitthvort námskeiðið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og reynslu á sviði vefverkefna í víðum skilningi. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skipuleggjendur ráðstefnunnar JSConf Iceland, sem haldin verður í Hörpunni 25. - 26. ágúst. Þar koma þeir Holt og Friedman einnig fram en alls verða 36 erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni.Benedikt D. Valdez Stefánsson er stjórnarmeðlimur SVEF og forritari með meiru hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri.„Eitt af helstu markmiðum SVEF er einmitt að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í vefiðnaðinum, og eru þessar vinnustofur enn einn liðurinn í því“ segir Benedikt en allir hagnaður af námskeiðum sem þessum fer í að fjármagna starf vetursins þar sem haldnir verða viðburðir í hverjum mánuði fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast og blanda geði við bransann. Vinnustofurnar eru fjölbreyttar og henta fjölmörgum hópum, en eru sérstaklega kjörin fyrir vefhönnuði, forritara og aðra sem vinna náið með vefiðnaðinum. Vinnustofan með Brian er sérstaklega gagnleg fyrir bæði reynda forritara sem vilja bæta í reynslubankann sem og forritara sem eru jafnvel nýkomnir út á vinnumarkaðinn, en hann mun taka á tveimur heitustu málum forritunarheimsins undanfarið, ES6 og React. Vinnustofan með Vitaly er svo hugsuð fyrir reyndari vefhönnuði og forritara sem þekkja grunn hugmyndir um skalanlega vefhönnun og -forritun, en þar verður farið í flóknari tækni og leiðir á þeim sviðum. „Okkur fannst mikilvægt að reyna að finna eitthvað við hæfi sem flestra, enda er vefiðnaður gífurlega fjölbreyttur hópur. Síðar í vetur stefnum við á að bjóða upp á fleiri vinnustofur fyrir enn breiðari hóp, líkt og vefstjóra, teymisþjálfara o.s.frv.“ segir Benedikt. Vinnustofurnar fara fram á Icelandair Hótel Natura, miðvikudaginn 24. ágúst næstkomandi. Á vef samtakanna er hægt að nálgast miða á bæði viðburðinn með Brian Holt og viðburðinn með Vitaly.
Netflix Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira