Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 10:20 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Anton/Vilhelm „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Vísar hann þar til ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Segir hann að fullyrða megi að allir ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu viljað fá í ríkisfjármálaáætlun meira fé í sína málaflokka. Eygló og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sátu hjá við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa í gær sem vörðuðu fjármálastefnu 2017 til 2021 og fjármálaáætlun sömu ára. Bæði málin voru þó samþykkt, hið fyrra með 29 atkvæðum gegn sautján en tveir sátu hjá og hið síðara með 29 atkvæðum gegn fjórtán þar sem sex sátu hjá. Brynjar er ekki fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að gagnrýna Eygló en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákvörðun Eyglóar um að sitja hjá ekki boðlega ráðherra í ríkisstjórn. Eygló gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi fjármálastefnuna: „Sú vinna sem ég hef verið að vinna hefur verið í samræmi við þann stjórnarsáttmála. Hér erum við hins vegar að tala um næsta kjörtímabil. Það liggur ekki fyrir neitt samkomulag um það með hvaða hætti á að standa að því samstarfi ef það verður og ég hef látið vita af þessum fyrirvara mínum í gegnum allt þetta mál að það sé ekki verið að huga nægilega vel að lífeyrisþegum, að barnafjölskyldum og mér þykir það leitt ég skuli ekki geta stutt þetta mál,“ sagði Eygló. Tengdar fréttir Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
„Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Vísar hann þar til ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Segir hann að fullyrða megi að allir ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu viljað fá í ríkisfjármálaáætlun meira fé í sína málaflokka. Eygló og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sátu hjá við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa í gær sem vörðuðu fjármálastefnu 2017 til 2021 og fjármálaáætlun sömu ára. Bæði málin voru þó samþykkt, hið fyrra með 29 atkvæðum gegn sautján en tveir sátu hjá og hið síðara með 29 atkvæðum gegn fjórtán þar sem sex sátu hjá. Brynjar er ekki fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að gagnrýna Eygló en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákvörðun Eyglóar um að sitja hjá ekki boðlega ráðherra í ríkisstjórn. Eygló gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi fjármálastefnuna: „Sú vinna sem ég hef verið að vinna hefur verið í samræmi við þann stjórnarsáttmála. Hér erum við hins vegar að tala um næsta kjörtímabil. Það liggur ekki fyrir neitt samkomulag um það með hvaða hætti á að standa að því samstarfi ef það verður og ég hef látið vita af þessum fyrirvara mínum í gegnum allt þetta mál að það sé ekki verið að huga nægilega vel að lífeyrisþegum, að barnafjölskyldum og mér þykir það leitt ég skuli ekki geta stutt þetta mál,“ sagði Eygló.
Tengdar fréttir Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56