Innlent

Vilja einungis prófmál í Landsrétti

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lagt er til að engin krafa verði um prófmál í Hæstarétti.
Lagt er til að engin krafa verði um prófmál í Hæstarétti. Vísir/GVA
Stjórn Lögmannafélagsins leggur til breytingu á lögmannalögum sem gerir lögmönnum sem stunda málflutning auðveldara fyrir að afla sér réttinda til málflutnings á æðri dómstigum frá því sem verið hefur. Lagt er til að engin krafa verði um prófmál í Hæstarétti.

Stjórn Lögmannafélagsins kynnti tillögur til breytinga sem hún telur nauðsynlegar vegna stofnunar Landsréttar á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Tillögurnar voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta.

Lagt er til að kröfur um prófmál verði aðeins gerðar í Landsrétti. Þar geti öll mál talist prófmál. Til að vega á móti þessari tilslökun verður gerð krafa um aukna reynslu af málflutningi bæði um tímalengd og fjölda mála. Fækkað verði málum sem lögmenn þurfa að hafa flutt í héraði áður en þeir geti tekið prófmál fyrir Landsrétti.

Tillögurnar fela í sér ákveðna tilslökun handa þeim sem þegar hafa flutt prófmál fyrir Hæstarétti en sem auðnast ekki að ljúka flutningi þeirra allra áður en Landsréttur tekur til starfa í byrjun árs 2018. Þeir sem hafa réttindi til málflutnings í Hæstarétti á þeim degi halda sínum réttindum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×