Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Birta Svavarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 12:33 Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum. Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum.
Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16
Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30