Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 10:24 Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra fjölmiðla í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Þar segir hann að „jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ristjórnarstefna sé sjáanleg.“ Þannig gerist sú tilfinning Bjarna æ sterkari „að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ Tilefni skrifa ráðherrans um fjölmiðla er pistillinn Skjóðan sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í gær, en þar er fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að aðstoða ungt fólk við að kaupa sína fyrstu fasteign. Skjóðan er nafnlaus pistill en höfundurinn virðist lítt hrifinn af fyrrnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Bjarni gefur þó lítið fyrir skrif Skjóðunnar og setur þau í samhengi við leiðaraskrif ritstjóra Fréttablaðsins um liðna helgi: „Höfundur spyr í dag hvenær ég ætli að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna þá ,,einföldu staðreynd" að leiðin til að bæta hag allra sé sú að taka upp alþjóðlega mynt. Mér varð hugsað til þess að ritstjóri Fréttablaðsins hafði tekið sama mál til umfjöllunar fyrir fáeinum dögum þar sem fjallað var um ESB og upptöku evru: ,,Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika." Það sem í Skjóðunni er sagt einföld staðreynd er að mati ritstjórans draumórar. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á sama fjölmiðli kom inn á sama mál nýlega í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni draumórar. ,,Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru." Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við annað efni Skjóðunar í dag sem var uppfull af innistæðulausum fullyrðingum.“ Facebook-færslu ráðherrans má sjá í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra fjölmiðla í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Þar segir hann að „jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ristjórnarstefna sé sjáanleg.“ Þannig gerist sú tilfinning Bjarna æ sterkari „að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ Tilefni skrifa ráðherrans um fjölmiðla er pistillinn Skjóðan sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í gær, en þar er fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að aðstoða ungt fólk við að kaupa sína fyrstu fasteign. Skjóðan er nafnlaus pistill en höfundurinn virðist lítt hrifinn af fyrrnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Bjarni gefur þó lítið fyrir skrif Skjóðunnar og setur þau í samhengi við leiðaraskrif ritstjóra Fréttablaðsins um liðna helgi: „Höfundur spyr í dag hvenær ég ætli að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna þá ,,einföldu staðreynd" að leiðin til að bæta hag allra sé sú að taka upp alþjóðlega mynt. Mér varð hugsað til þess að ritstjóri Fréttablaðsins hafði tekið sama mál til umfjöllunar fyrir fáeinum dögum þar sem fjallað var um ESB og upptöku evru: ,,Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika." Það sem í Skjóðunni er sagt einföld staðreynd er að mati ritstjórans draumórar. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á sama fjölmiðli kom inn á sama mál nýlega í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni draumórar. ,,Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru." Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við annað efni Skjóðunar í dag sem var uppfull af innistæðulausum fullyrðingum.“ Facebook-færslu ráðherrans má sjá í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira