Erlent

Fyrsti hústökumaðurinn í Oregon dæmdur í fangelsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn hústökumannanna nærri skrifstofunum í janúar.
Einn hústökumannanna nærri skrifstofunum í janúar. Vísir/Getty
Fyrsti hústökumaðurinn í Oregon hefur verið dæmdur í fangelsi. 26 einstaklingar voru ákærðir fyrir að taka yfir skrifstofur friðarsvæðis í ríkinu með vopnavaldi í byrjun ársins og stóð umsátur yfir í um sex vikurCorey Lequieu var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Samkvæmt Oregonian játaði Lequieu á sig að hafa komið í veg fyrir að starfsmenn ríkisins gætu unnið störf sín með þvingunum, ógnunum og valdi. Hámarksrefsing slíkra brota er sex ár en hann dómur hans var mildaður vegna samkomulags við ákæruvaldið.

Hústökumennirnir tóku til aðgerða vegna deilna við stjórnvöld Bandaríkjanna varðandi beit og annars konar notkun á friðlandi í vesturhluta landsins.

Fréttaveitan Reuters bendir á að réttarhöldin yfir Ammon og Ryan Bundy, leiðtogum hústökunnar, hefjist í næsta mánuði. Þeir voru handteknir ásamt níu öðrum þegar bíll þeirra var þvingaður út af vegi nærri bænum Burns í OregonRobert Finicum var skotinn til bana af lögreglu.


Tengdar fréttir

Senda út neyðarkall eftir vistum

Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel.

FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×