Verkir í víðara samhengi Sóley J. Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Gerður er greinarmunur á bráðum og langvinnum verkjum: Þegar verkir halda áfram þrátt fyrir að hinn upprunalegi skaði eigi að vera gróinn þá kallast þeir verkir langvinnir. Miðað er við að verkirnir hafi staðið yfir lengur en í 3-6 mánuði. Af hverju finnum við þá áfram fyrir verkjum? Kenningar um miðlæga verkjanæmingu (central sensitization) útskýra viðvarandi verki á þann veg að líkaminn sé nú orðinn viðkvæmari en áður fyrir áreitum. Líkaminn er því farinn að bregðast við áreitum sem hann þoldi betur áður en verkirnir hófust. Þegar verkir eru orðnir langvinnir þá eru litlar líkur taldar á því að hægt sé að uppræta þá með öllu. Meðferð við langvinnum verkjum leggur því áherslu á að kenna fólki að lifa með verkjunum og auka þannig lífsgæðin. Viðurkenndur máti til að útskýra verkjaupplifun er með kenningunni um sársaukahliðið (Gate control theory). Samkvæmt henni eru skilaboð um verki send frá hrjáðum líkamshluta til heilans sem svo nemur verkina og gerir okkur meðvituð um verkina. Á þessari leið skilaboðanna er eins konar sársaukahlið sem opnast og lokast og hefur þannig áhrif á hversu sterk verkjaskilaboð ná til heilans. Í þessu liggur að hægt er að hafa áhrif á það hversu mikið sársaukahliðið opnast, þ.e. hversu mikla verki við upplifum, og þar kemur líf-sál-félagslega líkanið inn í myndina.Verkir geta leitt til svefnleysisLíf-sál-félagslega líkanið (Biopsychosocial model) er það skýringarmódel sem m.a. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðlegu samtökin um rannsóknir á verkjum (IASP) mæla með í greiningu og meðferð á langvinnum verkjum. Módelið gerir ráð fyrir líkamlegum, sálfræðilegum og félagslegum áhrifaþáttum á verki, þ.e. þáttum sem hafa áhrif á opnun og lokun sársaukahliðsins. Sem dæmi um algenga neikvæða áhrifaþætti á verki eru bólgur, svefnraskanir, streita, þunglyndi og slæm fjárhagsleg staða. Þessir þættir hafa síðan áhrif hver á annan og geta breyst í vítahring. Til dæmis geta verkir leitt til svefnleysis sem veldur streitu sem svo mögulega leiðir til þunglyndis sem aftur eykur verkina og skerðir atvinnuþátttöku sem leiðir til slæmrar fjárhagsstöðu sem svo aftur eykur streituna og svefnleysið. Hér sést hversu verkir eru flókið fyrirbæri. Við erum ekki vélmenni sem geta endalaust fengið nýja varahluti og ábætta olíu. Við berum einnig keim af þeirri stöðu sem við erum í og andlegri líðan. Það er því nauðsynlegt að hlúa að manneskjunni sem heild þegar hún gengur í gegnum þrekraunir eins og langvinna verki.Markmiðið að auka lífsgæðiÞað er ekkert nýtt að sálfræðilegir þættir hafa áhrif á líkamlega heilsu. Við þekkjum flest hvernig andleg spenna við álag tekur sér bólfestu í líkamlegu formi í öxlum og hnakka. Þegar langvinnir verkir þróast hins vegar eftir líkamlegt áfall, eins og brjósklos, getur einhver gert athugasemd við að kallað sé eftir sálfræðingi til að hjálpa. En það er í þeim tilfellum sem öðrum að spenna vegna álags bætir ekki ástandið. Eins og líf-sál-félagslega líkanið gerir ráð fyrir þá eykur spenna verkina og sársaukahliðið opnast upp á gátt. Sálfræðilegur þáttur verkja hefur lengi verið meðhöndlaður með hugrænni atferlismeðferð. Markmið meðferðarinnar er að auka lífsgæði fólks með margvíslegum aðferðum. Þar er sjónum meðal annars beint að þeim vítahring sem verður milli líkamlegra einkenna, hugsana, tilfinninga og hegðunar. Orð eru til alls fyrst segir máltækið en orðin verða hins vegar fyrst til sem hugsanir og þær geta að hluta stýrt framvindu verkjavandans. Margs konar hugsanagildrur gera fólki erfiðara að fást við verkjavanda. Tökum sem dæmi Gísla sem fékk verk í bakið eftir klukkutíma garðvinnu. Gísli hugsaði með sér að augljóslega gæti hann ekkert unnið í garðinum, kastaði frá sér skóflunni og fór inn. Gísli hefur tilhneigingu til að alhæfa og hugsar að annaðhvort geti hann „allt eða ekkert“. Það fer illa saman við langvinna verki og leiðir til minni þátttöku í lífinu sjálfu. Minni virkni eykur svo verkjavandann. Mikilvægur áfangi í hugarfarsbreytingu gagnvart langvinnum verkjum er að taka lítil skref í rétta átt. Hvernig borðar maður fíl? – Jú, tekur einn bita í einu. Byrjaðu á því að vinna í garðinum í korter eða hitta vinina á kaffihúsi í hálftíma, taka þrjá diska úr uppþvottavélinni eða tíu mínútna göngutúr. Byrja smátt og smátt að lifa lífinu aftur. Það er fyrsta skrefið í að taka völdin af verkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Gerður er greinarmunur á bráðum og langvinnum verkjum: Þegar verkir halda áfram þrátt fyrir að hinn upprunalegi skaði eigi að vera gróinn þá kallast þeir verkir langvinnir. Miðað er við að verkirnir hafi staðið yfir lengur en í 3-6 mánuði. Af hverju finnum við þá áfram fyrir verkjum? Kenningar um miðlæga verkjanæmingu (central sensitization) útskýra viðvarandi verki á þann veg að líkaminn sé nú orðinn viðkvæmari en áður fyrir áreitum. Líkaminn er því farinn að bregðast við áreitum sem hann þoldi betur áður en verkirnir hófust. Þegar verkir eru orðnir langvinnir þá eru litlar líkur taldar á því að hægt sé að uppræta þá með öllu. Meðferð við langvinnum verkjum leggur því áherslu á að kenna fólki að lifa með verkjunum og auka þannig lífsgæðin. Viðurkenndur máti til að útskýra verkjaupplifun er með kenningunni um sársaukahliðið (Gate control theory). Samkvæmt henni eru skilaboð um verki send frá hrjáðum líkamshluta til heilans sem svo nemur verkina og gerir okkur meðvituð um verkina. Á þessari leið skilaboðanna er eins konar sársaukahlið sem opnast og lokast og hefur þannig áhrif á hversu sterk verkjaskilaboð ná til heilans. Í þessu liggur að hægt er að hafa áhrif á það hversu mikið sársaukahliðið opnast, þ.e. hversu mikla verki við upplifum, og þar kemur líf-sál-félagslega líkanið inn í myndina.Verkir geta leitt til svefnleysisLíf-sál-félagslega líkanið (Biopsychosocial model) er það skýringarmódel sem m.a. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðlegu samtökin um rannsóknir á verkjum (IASP) mæla með í greiningu og meðferð á langvinnum verkjum. Módelið gerir ráð fyrir líkamlegum, sálfræðilegum og félagslegum áhrifaþáttum á verki, þ.e. þáttum sem hafa áhrif á opnun og lokun sársaukahliðsins. Sem dæmi um algenga neikvæða áhrifaþætti á verki eru bólgur, svefnraskanir, streita, þunglyndi og slæm fjárhagsleg staða. Þessir þættir hafa síðan áhrif hver á annan og geta breyst í vítahring. Til dæmis geta verkir leitt til svefnleysis sem veldur streitu sem svo mögulega leiðir til þunglyndis sem aftur eykur verkina og skerðir atvinnuþátttöku sem leiðir til slæmrar fjárhagsstöðu sem svo aftur eykur streituna og svefnleysið. Hér sést hversu verkir eru flókið fyrirbæri. Við erum ekki vélmenni sem geta endalaust fengið nýja varahluti og ábætta olíu. Við berum einnig keim af þeirri stöðu sem við erum í og andlegri líðan. Það er því nauðsynlegt að hlúa að manneskjunni sem heild þegar hún gengur í gegnum þrekraunir eins og langvinna verki.Markmiðið að auka lífsgæðiÞað er ekkert nýtt að sálfræðilegir þættir hafa áhrif á líkamlega heilsu. Við þekkjum flest hvernig andleg spenna við álag tekur sér bólfestu í líkamlegu formi í öxlum og hnakka. Þegar langvinnir verkir þróast hins vegar eftir líkamlegt áfall, eins og brjósklos, getur einhver gert athugasemd við að kallað sé eftir sálfræðingi til að hjálpa. En það er í þeim tilfellum sem öðrum að spenna vegna álags bætir ekki ástandið. Eins og líf-sál-félagslega líkanið gerir ráð fyrir þá eykur spenna verkina og sársaukahliðið opnast upp á gátt. Sálfræðilegur þáttur verkja hefur lengi verið meðhöndlaður með hugrænni atferlismeðferð. Markmið meðferðarinnar er að auka lífsgæði fólks með margvíslegum aðferðum. Þar er sjónum meðal annars beint að þeim vítahring sem verður milli líkamlegra einkenna, hugsana, tilfinninga og hegðunar. Orð eru til alls fyrst segir máltækið en orðin verða hins vegar fyrst til sem hugsanir og þær geta að hluta stýrt framvindu verkjavandans. Margs konar hugsanagildrur gera fólki erfiðara að fást við verkjavanda. Tökum sem dæmi Gísla sem fékk verk í bakið eftir klukkutíma garðvinnu. Gísli hugsaði með sér að augljóslega gæti hann ekkert unnið í garðinum, kastaði frá sér skóflunni og fór inn. Gísli hefur tilhneigingu til að alhæfa og hugsar að annaðhvort geti hann „allt eða ekkert“. Það fer illa saman við langvinna verki og leiðir til minni þátttöku í lífinu sjálfu. Minni virkni eykur svo verkjavandann. Mikilvægur áfangi í hugarfarsbreytingu gagnvart langvinnum verkjum er að taka lítil skref í rétta átt. Hvernig borðar maður fíl? – Jú, tekur einn bita í einu. Byrjaðu á því að vinna í garðinum í korter eða hitta vinina á kaffihúsi í hálftíma, taka þrjá diska úr uppþvottavélinni eða tíu mínútna göngutúr. Byrja smátt og smátt að lifa lífinu aftur. Það er fyrsta skrefið í að taka völdin af verkjunum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun