Verkir í víðara samhengi Sóley J. Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Gerður er greinarmunur á bráðum og langvinnum verkjum: Þegar verkir halda áfram þrátt fyrir að hinn upprunalegi skaði eigi að vera gróinn þá kallast þeir verkir langvinnir. Miðað er við að verkirnir hafi staðið yfir lengur en í 3-6 mánuði. Af hverju finnum við þá áfram fyrir verkjum? Kenningar um miðlæga verkjanæmingu (central sensitization) útskýra viðvarandi verki á þann veg að líkaminn sé nú orðinn viðkvæmari en áður fyrir áreitum. Líkaminn er því farinn að bregðast við áreitum sem hann þoldi betur áður en verkirnir hófust. Þegar verkir eru orðnir langvinnir þá eru litlar líkur taldar á því að hægt sé að uppræta þá með öllu. Meðferð við langvinnum verkjum leggur því áherslu á að kenna fólki að lifa með verkjunum og auka þannig lífsgæðin. Viðurkenndur máti til að útskýra verkjaupplifun er með kenningunni um sársaukahliðið (Gate control theory). Samkvæmt henni eru skilaboð um verki send frá hrjáðum líkamshluta til heilans sem svo nemur verkina og gerir okkur meðvituð um verkina. Á þessari leið skilaboðanna er eins konar sársaukahlið sem opnast og lokast og hefur þannig áhrif á hversu sterk verkjaskilaboð ná til heilans. Í þessu liggur að hægt er að hafa áhrif á það hversu mikið sársaukahliðið opnast, þ.e. hversu mikla verki við upplifum, og þar kemur líf-sál-félagslega líkanið inn í myndina.Verkir geta leitt til svefnleysisLíf-sál-félagslega líkanið (Biopsychosocial model) er það skýringarmódel sem m.a. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðlegu samtökin um rannsóknir á verkjum (IASP) mæla með í greiningu og meðferð á langvinnum verkjum. Módelið gerir ráð fyrir líkamlegum, sálfræðilegum og félagslegum áhrifaþáttum á verki, þ.e. þáttum sem hafa áhrif á opnun og lokun sársaukahliðsins. Sem dæmi um algenga neikvæða áhrifaþætti á verki eru bólgur, svefnraskanir, streita, þunglyndi og slæm fjárhagsleg staða. Þessir þættir hafa síðan áhrif hver á annan og geta breyst í vítahring. Til dæmis geta verkir leitt til svefnleysis sem veldur streitu sem svo mögulega leiðir til þunglyndis sem aftur eykur verkina og skerðir atvinnuþátttöku sem leiðir til slæmrar fjárhagsstöðu sem svo aftur eykur streituna og svefnleysið. Hér sést hversu verkir eru flókið fyrirbæri. Við erum ekki vélmenni sem geta endalaust fengið nýja varahluti og ábætta olíu. Við berum einnig keim af þeirri stöðu sem við erum í og andlegri líðan. Það er því nauðsynlegt að hlúa að manneskjunni sem heild þegar hún gengur í gegnum þrekraunir eins og langvinna verki.Markmiðið að auka lífsgæðiÞað er ekkert nýtt að sálfræðilegir þættir hafa áhrif á líkamlega heilsu. Við þekkjum flest hvernig andleg spenna við álag tekur sér bólfestu í líkamlegu formi í öxlum og hnakka. Þegar langvinnir verkir þróast hins vegar eftir líkamlegt áfall, eins og brjósklos, getur einhver gert athugasemd við að kallað sé eftir sálfræðingi til að hjálpa. En það er í þeim tilfellum sem öðrum að spenna vegna álags bætir ekki ástandið. Eins og líf-sál-félagslega líkanið gerir ráð fyrir þá eykur spenna verkina og sársaukahliðið opnast upp á gátt. Sálfræðilegur þáttur verkja hefur lengi verið meðhöndlaður með hugrænni atferlismeðferð. Markmið meðferðarinnar er að auka lífsgæði fólks með margvíslegum aðferðum. Þar er sjónum meðal annars beint að þeim vítahring sem verður milli líkamlegra einkenna, hugsana, tilfinninga og hegðunar. Orð eru til alls fyrst segir máltækið en orðin verða hins vegar fyrst til sem hugsanir og þær geta að hluta stýrt framvindu verkjavandans. Margs konar hugsanagildrur gera fólki erfiðara að fást við verkjavanda. Tökum sem dæmi Gísla sem fékk verk í bakið eftir klukkutíma garðvinnu. Gísli hugsaði með sér að augljóslega gæti hann ekkert unnið í garðinum, kastaði frá sér skóflunni og fór inn. Gísli hefur tilhneigingu til að alhæfa og hugsar að annaðhvort geti hann „allt eða ekkert“. Það fer illa saman við langvinna verki og leiðir til minni þátttöku í lífinu sjálfu. Minni virkni eykur svo verkjavandann. Mikilvægur áfangi í hugarfarsbreytingu gagnvart langvinnum verkjum er að taka lítil skref í rétta átt. Hvernig borðar maður fíl? – Jú, tekur einn bita í einu. Byrjaðu á því að vinna í garðinum í korter eða hitta vinina á kaffihúsi í hálftíma, taka þrjá diska úr uppþvottavélinni eða tíu mínútna göngutúr. Byrja smátt og smátt að lifa lífinu aftur. Það er fyrsta skrefið í að taka völdin af verkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Gerður er greinarmunur á bráðum og langvinnum verkjum: Þegar verkir halda áfram þrátt fyrir að hinn upprunalegi skaði eigi að vera gróinn þá kallast þeir verkir langvinnir. Miðað er við að verkirnir hafi staðið yfir lengur en í 3-6 mánuði. Af hverju finnum við þá áfram fyrir verkjum? Kenningar um miðlæga verkjanæmingu (central sensitization) útskýra viðvarandi verki á þann veg að líkaminn sé nú orðinn viðkvæmari en áður fyrir áreitum. Líkaminn er því farinn að bregðast við áreitum sem hann þoldi betur áður en verkirnir hófust. Þegar verkir eru orðnir langvinnir þá eru litlar líkur taldar á því að hægt sé að uppræta þá með öllu. Meðferð við langvinnum verkjum leggur því áherslu á að kenna fólki að lifa með verkjunum og auka þannig lífsgæðin. Viðurkenndur máti til að útskýra verkjaupplifun er með kenningunni um sársaukahliðið (Gate control theory). Samkvæmt henni eru skilaboð um verki send frá hrjáðum líkamshluta til heilans sem svo nemur verkina og gerir okkur meðvituð um verkina. Á þessari leið skilaboðanna er eins konar sársaukahlið sem opnast og lokast og hefur þannig áhrif á hversu sterk verkjaskilaboð ná til heilans. Í þessu liggur að hægt er að hafa áhrif á það hversu mikið sársaukahliðið opnast, þ.e. hversu mikla verki við upplifum, og þar kemur líf-sál-félagslega líkanið inn í myndina.Verkir geta leitt til svefnleysisLíf-sál-félagslega líkanið (Biopsychosocial model) er það skýringarmódel sem m.a. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðlegu samtökin um rannsóknir á verkjum (IASP) mæla með í greiningu og meðferð á langvinnum verkjum. Módelið gerir ráð fyrir líkamlegum, sálfræðilegum og félagslegum áhrifaþáttum á verki, þ.e. þáttum sem hafa áhrif á opnun og lokun sársaukahliðsins. Sem dæmi um algenga neikvæða áhrifaþætti á verki eru bólgur, svefnraskanir, streita, þunglyndi og slæm fjárhagsleg staða. Þessir þættir hafa síðan áhrif hver á annan og geta breyst í vítahring. Til dæmis geta verkir leitt til svefnleysis sem veldur streitu sem svo mögulega leiðir til þunglyndis sem aftur eykur verkina og skerðir atvinnuþátttöku sem leiðir til slæmrar fjárhagsstöðu sem svo aftur eykur streituna og svefnleysið. Hér sést hversu verkir eru flókið fyrirbæri. Við erum ekki vélmenni sem geta endalaust fengið nýja varahluti og ábætta olíu. Við berum einnig keim af þeirri stöðu sem við erum í og andlegri líðan. Það er því nauðsynlegt að hlúa að manneskjunni sem heild þegar hún gengur í gegnum þrekraunir eins og langvinna verki.Markmiðið að auka lífsgæðiÞað er ekkert nýtt að sálfræðilegir þættir hafa áhrif á líkamlega heilsu. Við þekkjum flest hvernig andleg spenna við álag tekur sér bólfestu í líkamlegu formi í öxlum og hnakka. Þegar langvinnir verkir þróast hins vegar eftir líkamlegt áfall, eins og brjósklos, getur einhver gert athugasemd við að kallað sé eftir sálfræðingi til að hjálpa. En það er í þeim tilfellum sem öðrum að spenna vegna álags bætir ekki ástandið. Eins og líf-sál-félagslega líkanið gerir ráð fyrir þá eykur spenna verkina og sársaukahliðið opnast upp á gátt. Sálfræðilegur þáttur verkja hefur lengi verið meðhöndlaður með hugrænni atferlismeðferð. Markmið meðferðarinnar er að auka lífsgæði fólks með margvíslegum aðferðum. Þar er sjónum meðal annars beint að þeim vítahring sem verður milli líkamlegra einkenna, hugsana, tilfinninga og hegðunar. Orð eru til alls fyrst segir máltækið en orðin verða hins vegar fyrst til sem hugsanir og þær geta að hluta stýrt framvindu verkjavandans. Margs konar hugsanagildrur gera fólki erfiðara að fást við verkjavanda. Tökum sem dæmi Gísla sem fékk verk í bakið eftir klukkutíma garðvinnu. Gísli hugsaði með sér að augljóslega gæti hann ekkert unnið í garðinum, kastaði frá sér skóflunni og fór inn. Gísli hefur tilhneigingu til að alhæfa og hugsar að annaðhvort geti hann „allt eða ekkert“. Það fer illa saman við langvinna verki og leiðir til minni þátttöku í lífinu sjálfu. Minni virkni eykur svo verkjavandann. Mikilvægur áfangi í hugarfarsbreytingu gagnvart langvinnum verkjum er að taka lítil skref í rétta átt. Hvernig borðar maður fíl? – Jú, tekur einn bita í einu. Byrjaðu á því að vinna í garðinum í korter eða hitta vinina á kaffihúsi í hálftíma, taka þrjá diska úr uppþvottavélinni eða tíu mínútna göngutúr. Byrja smátt og smátt að lifa lífinu aftur. Það er fyrsta skrefið í að taka völdin af verkjunum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun