Gengur afar illa að manna störf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Mest vantar starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. vísir/anton brink Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira