Innlent

Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála

Atli Ísleifsson skrifar
Þing kemur saman í dag.
Þing kemur saman í dag. vísir/vilhelm
Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15 eftir sumarleyfi.

Á dagskrá þingsins eru meðal annars óundirbúinn fyrirspurnartími, auk þess að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um stöðu þjóðmála.

Áætlað er að þing standi til föstudagsins 2. september, en búið er að gefa út að stefnt sé að því að kosningar fari fram þann 29. október næstkomandi.

Þingmenn Framsóknarflokksins héldu þingflokksfund í gærkvöldi, en fréttastofunni er ekki kunnugt um niðurstöðu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×