Erlent

Maðurinn sem lék R2-D2 látinn

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Baker skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék vélmennið R2-D2 í Star Wars myndunum.
Baker skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék vélmennið R2-D2 í Star Wars myndunum. Vísir/EPA
Kenny Baker, leikarinn sem lék R2-D2 í Star Wars myndunum, er látinn. Hann var 81 árs þegar hann lést eftir langvinn veikindi.

Baker skaust upp á stjörnuhimininn árið 1977 þegar hann lék vélmennið R2-D2 í fyrsta sinn. Hann sneri aftur í hlutverki vélmennisins ástsæla í næstu Star Wars myndum, The Empire Strikes back og Return of the Jedi. Þá lék Baker íþremur nýlegum Star Wars myndum sem komu út á árunum 1999 til 2005. Rétt eins og alþjóð veit náðu Star Wars myndirnar gífurlegum vinsældum og hefur í raun ekkert lát verið á vinsældum þeirra. R2-D2 var sífellt í slagtogi með vélmenninu C3PO.

Baker var rétt rúmur meter á hæð rétt eins og vélmennið sem hann lék svo eftirminnilega. Hann lék einnig í myndum á borð við The Elephant Man og Time Bandits.

Frænka Baker, Abigail Shield, sagði í samtali við Guardian að þrátt fyrir að fráfall frænda hennar hafi ekki komiðáóvart að þá væri erfitt að kveðja hann. Hún segir fjölskylduna afar stolta af afrekum frænda síns. „Þegar hann var barn þá var honum sagt að hann myndi aðöllum líkindum ekki komast í gegnum kynþroskaskeiðið, það var erfitt að vera dvergur þá, lífslíkur þeirra voru ekki taldar mjög góðar,“ sagði Shield.

Ewan McGregor tísti um fráfall Baker en þeir léku saman í þremur Star Wars myndum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×