Liverpool hafði betur í sjö marka spennutrylli gegn Arsenal 14. ágúst 2016 00:01 Liverpool vann ótrúlegan 4-3 sigur á Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að hafa lent undir í upphafi leiks náðu lærisveinar Jurgen Klopp að svara með fjórum mörkum í röð. Arsenal náði að minnka muninn niður í eitt mark á ný korteri fyrir leikslok en náðu ekki að bæta við jöfnunarmarkinu og þurftu því að sætta sig við tap í fyrsta leik tímabilsins. Theo Walcott fékk vítaspyrnu á 29. mínútu leiksins þegar Alberto Moreno braut á honum innan vítateigs Liverpool en Walcott sem steig sjálfur á punktinn lét Simon Mignolet verja frá sér. Aðeins einni mínútu síðar var hann hinsvegar búinn að bæta upp fyrir það þegar hann skoraði með skoti úr vítateig Liverpool. Allt virtist benda til þess að Arsenal myndi leiða í hálfleik en Philippe Coutinho náði að jafna metin með stórkostlegu marki undir lok fyrri hálfleiks. Skoraði hann með skoti úr aukaspyrnu 30-35 metrum frá marki, óverjandi fyrir Petr Cech í marki Arsenal. Gestirnir úr Bítlaborginni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en á fimmtán mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks bætti liðið við þremur mörkum. Adam Lallana kom Liverpool yfir en stuttu síðar bættu Coutinho og Saido Mane við þriðja og fjórða marki Liverpool. Alex Oxlade-Chamberlain náði að minnka muninn á 64. mínútu og Callum Chambers minnkaði muninn niður í eitt mark með skallamarki á 75. mínútu sem gerði það að verkum að það var rafmögnuð spenna á Emirates-vellinum seinustu mínútur leiksins. Þrátt fyrir að hafa korter til að ná að jafna metin náðu Skytturnar ekki að bæta við marki til þess að bjarga stigi og lauk leiknum því með ótrúlegum 4-3 sigri Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Liverpool vann ótrúlegan 4-3 sigur á Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að hafa lent undir í upphafi leiks náðu lærisveinar Jurgen Klopp að svara með fjórum mörkum í röð. Arsenal náði að minnka muninn niður í eitt mark á ný korteri fyrir leikslok en náðu ekki að bæta við jöfnunarmarkinu og þurftu því að sætta sig við tap í fyrsta leik tímabilsins. Theo Walcott fékk vítaspyrnu á 29. mínútu leiksins þegar Alberto Moreno braut á honum innan vítateigs Liverpool en Walcott sem steig sjálfur á punktinn lét Simon Mignolet verja frá sér. Aðeins einni mínútu síðar var hann hinsvegar búinn að bæta upp fyrir það þegar hann skoraði með skoti úr vítateig Liverpool. Allt virtist benda til þess að Arsenal myndi leiða í hálfleik en Philippe Coutinho náði að jafna metin með stórkostlegu marki undir lok fyrri hálfleiks. Skoraði hann með skoti úr aukaspyrnu 30-35 metrum frá marki, óverjandi fyrir Petr Cech í marki Arsenal. Gestirnir úr Bítlaborginni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en á fimmtán mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks bætti liðið við þremur mörkum. Adam Lallana kom Liverpool yfir en stuttu síðar bættu Coutinho og Saido Mane við þriðja og fjórða marki Liverpool. Alex Oxlade-Chamberlain náði að minnka muninn á 64. mínútu og Callum Chambers minnkaði muninn niður í eitt mark með skallamarki á 75. mínútu sem gerði það að verkum að það var rafmögnuð spenna á Emirates-vellinum seinustu mínútur leiksins. Þrátt fyrir að hafa korter til að ná að jafna metin náðu Skytturnar ekki að bæta við marki til þess að bjarga stigi og lauk leiknum því með ótrúlegum 4-3 sigri Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira