Kvikmyndaaðsókn í Kína dregst saman Sæunn Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2016 07:00 Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Fréttablaðið/Getty Aðsókn í kvikmyndahús í Kína minnkaði um fimmtán prósent í júlí, í kjölfar þess að hafa dregist saman um tíu prósent á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta ári var gríðarlegur vöxtur hjá kvikmyndahúsum í Kína, en aðsókn jókst um fimmtíu prósent á árinu 2015. BBC greinir frá því að nú sé viðsnúningur og miðaverð hafi að meðaltali ekki verið lægra í fimm ár. Kvikmyndaaðsókn er talinn mælikvarði á efnahagslífið í Kína og bendir þetta til þess að Kínverjar séu að skera niður útgjöld vegna efnahagslegs óstöðugleika. Kína er annað stærsta hagkerfi heimsins og hefur hagvöxtur dregist saman þar undanfarin misseri. Sérfræðingar telja að hagvaxtartölur frá kínverska ríkinu séu uppspuni, þess vegna skoða þeir aðrar tölur eins og orkunotkun og kvikmyndaaðsókn. Kína er gríðarlega mikilvægur kvikmyndamarkaður, aðsókn þar er sú önnur mesta í heiminum og búist er við því að þar verði fleiri kvikmyndasalir og hærri tekjur af kvikmyndum en í Bandaríkjunum á næsta ári. Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Niðursveiflan á þessu ári gæti þó hægt á þeirri þróun.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Aðsókn í kvikmyndahús í Kína minnkaði um fimmtán prósent í júlí, í kjölfar þess að hafa dregist saman um tíu prósent á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta ári var gríðarlegur vöxtur hjá kvikmyndahúsum í Kína, en aðsókn jókst um fimmtíu prósent á árinu 2015. BBC greinir frá því að nú sé viðsnúningur og miðaverð hafi að meðaltali ekki verið lægra í fimm ár. Kvikmyndaaðsókn er talinn mælikvarði á efnahagslífið í Kína og bendir þetta til þess að Kínverjar séu að skera niður útgjöld vegna efnahagslegs óstöðugleika. Kína er annað stærsta hagkerfi heimsins og hefur hagvöxtur dregist saman þar undanfarin misseri. Sérfræðingar telja að hagvaxtartölur frá kínverska ríkinu séu uppspuni, þess vegna skoða þeir aðrar tölur eins og orkunotkun og kvikmyndaaðsókn. Kína er gríðarlega mikilvægur kvikmyndamarkaður, aðsókn þar er sú önnur mesta í heiminum og búist er við því að þar verði fleiri kvikmyndasalir og hærri tekjur af kvikmyndum en í Bandaríkjunum á næsta ári. Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Niðursveiflan á þessu ári gæti þó hægt á þeirri þróun.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira