Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar bikarmeistarar í 11. sinn | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson og Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. ágúst 2016 22:15 Bikarinn á loft. vísir/hanna Breiðablik varð í kvöld bikarmeistari í 11. sinn eftir 3-1 sigur á ÍBV á Laugardalsvelli.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér að ofan. Blikar eru því handhafar beggja stóru titlanna í íslenskum fótbolta en þær eru einnig ríkjandi Íslandsmeistarar. Olivia Chance kom Breiðabliki yfir strax á 2. mínútu. Þessi frábæri nýsjálenski leikmaður átti þá skot fyrir utan teig sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV, missti klaufalega undir sig. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir bætti öðru marki við á 23. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu Fanndísar Friðriksdóttur í netið. Staðan var 2-0 í hálfleik en Eyjakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og Natasha Moraa Anasi minnkaði muninn í 2-1 á 49. mínútu. ÍBV var með byr í seglin á þessum tímapunkti en náði ekki að fylgja marki Natöshu eftir. Fanndís kom Blikum svo aftur tveimur mörkum yfir þegar hún skoraði eftir sendingu Oliviu eftir klukkutíma leik. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fögnuðu sanngjörnum sigri.Af hverju vann Breiðablik? Áhorfendur voru varla sestir þegar Olivia skoraði eftir skelfileg mistök Bryndísar Láru. Þetta var það síðasta sem ÍBV og þurfti og liðið virtist þurfa allan fyrri hálfleikinn til að jafna sig á þessu áfalli. Blikar spiluðu af gríðarlegu öryggi í fyrri hálfleik og höfðu öll völd á vellinum. Berglind Björg kom Breiðabliki í 2-0 á 23. mínútu og staða ÍBV orðin erfið. Skömmu síðar var Rakel Hönnudóttir hársbreidd frá því að skora þriðja markið og klára leikinn. Eyjakonur sluppu með 2-0 stöðu inn í hálfleikinn og þær gerðu sterkt áhlaup í upphafi seinni hálfleiks og voru verðlaunaðar með marki. En þrátt fyrir þetta bakslag héldu Blikar ró sinni og Fanndís bætti þriðja markinu við á 60. mínútu. Það mark stöðvaði áhlaup Eyjakvenna, sló þær út af laginu og í kjölfarið sigldu Blikar sigrinum í örugga höfn.Þessar stóðu upp úr Markaskorarar Breiðabliks áttu allar afbragðs leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Olivia er frábær leikmaður sem býr yfir mikilli tækni og leiksskilningi og hún skilaði marki og stoðsendingu. Eyjastelpurnar Berglind Björg og Fanndís sýndu svo sveitungum sínum litla miskunn og reyndust vörn ÍBV erfiður ljár í þúfu. Fanndís fór svo illa með Ariönnu Romero, hægri bakvörð ÍBV, að það jaðraði við lög og Berglind var síógnandi. Hallbera Gísladóttir átti líka að venju skínandi leik í stöðu vinstri bakvarðar. Annars spilaði Breiðablik heilt yfir vel og vann sanngjarnan sigur.Hvað gekk illa? Meira og minna allt hjá ÍBV í fyrri hálfleik. Bryndís gerði slæm mistök í upphafi leiks og það setti allt úr skorðum hjá liðinu. Óöryggi greip um sig og fleiri mistök fylgdu í kjölfarið, eins og í markinu sem Berglindi skoraði en þá var hún skilin alein eftir á fjærstöng. Eyjakonur áttu einnig í miklum vandræðum með vinstri kantinn hjá Blikum, Arianna var í tómum basli með þær Hallberu og Fanndísi og fékk litla hjálp. Þá var lítið að frétta af sóknarleiknum sem var á köflum tilviljanakenndur. Leikmenn ÍBV virtust á stundum ekki vera á sömu bylgjulengd en það gerðist margoft að hlaup og sendingar fóru ekki saman hjá þeim. Eyjakonur bættu leik sinn í seinni hálfleik en skaðinn var skeður.Hvað gerist næst? Blikar munu væntanlega fagna langt fram á nótt á meðan Eyjakonur sleikja sárin. Breiðablik fer til Akureyrar í næstu umferð í Pepsi-deildinni og mætir Þór/KA. Síðan heldur liðið til Cardiff í Wales þar sem það leikur þrjá leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Framundan hjá ÍBV eru tveir gríðarlega erfiðir útileikir gegn Val og Stjörnunni.Stuðningsmenn Blika fögnuðu vel og innilega í leikslok.vísir/hannaRakel: Gott að fá mark svona snemma Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt, ég er ekkert smá glöð og ótrúlega þreytt,“ sagði skælbrosandi Rakel í samtali við Vísi að leik loknum. Breiðablik fékk óskabyrjun á leiknum þegar Olivia Chance skoraði strax á 2. mínútu leiksins og litu ekki um öxl eftir það. „Það er auðvitað mjög gott að fá svona mark strax í byrjun á svona leikjum, það róar taugarnar. Þetta er stór leikur og margir stressaðir. Þetta róaði okkur niður og við gátum aðeins slakað á,“ bætti Rakel við. Stuðningsmenn Blika fögnuðu vel og lengi í stúkunni en ef eitthvað var að marka það sem Rakel sagði eftir þá ætlar hún lítið að taka þátt í fagnaðarlátunum. „Ég er farin heim að sofa, ég er alveg búinn á því,“ sagði Rakel áður en hún hljóp að fagna með liðsfélögum sínum.Þorsteinn gefur bendingar á hliðarlínunni.vísir/hannaÞorsteinn: Kom smá skjálfti í okkur Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Ég myndi segja að þetta væri sanngjarn sigur. Við vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik, fengum mark á okkur snemma í seinni hálfleik og þá kom smá skjálfti í okkur,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við sköpuðum flest færin í leiknum og vorum að opna þær nokkuð vel. En það kom smá skjálfti í okkur þegar við fengum á okkur markið og við hættum að ná að halda boltanum innan liðsins. „Þetta var hörkuleikur í seinni hálfleik en við náðum að svara þeirra marki ágætlega, vorum öguð og byrjuðum að opna vörnina hjá þeim aftur,“ bætti Þorsteinn við. „Það skipti máli að við skyldum skora strax í upphafi. Það er vont að mæta í úrslitaleik og fá mark á sig snemma. Maður sá að þeim leið ekki vel og það kom mikill skjálfti í Vestmannaeyjaliðið. Við náðum að nýta okkur það og spiluðum flottan fyrri hálfleik en sá seinni var jafnari.“ Blikar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og bæta nú bikarnum í safnið. Þorsteinn sagði stefnuna setta á að verja titilinn. „Við ætlum að keppa um næsta bikar, það er ekki spurning. Við fögnum í dag og svo þurfum við bara að byrja að undirbúa okkur fyrir Íslandsmótið. En það er frábært að vinna í dag,“ sagði Þorsteinn kátur að lokum. Jeffs: Högg í andlitið að fá mark á sig svona snemmaIan Jeffs þjálfari ÍBV sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið gegn Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs þjálfari ÍBV að lokum. Fanndís: Hann er fallegur þessiFanndís Friðriksdóttir skoraði þriðja mark Breiðabliks í dag og átti stórgóðan leik fyrir þær grænklæddu. Hún var komin með bikarinn í hendurnar þegar Vísir náði tali af henni eftir leik „Hann er mjög fallegur þessi, sérstaklega þar sem ég hef aldrei unnið hann áður. Þetta er geggjuð tilfinning og ótrúlega skemmtilegt og mér fannst við eiga þetta fyllilega skilið,“ sagði Fanndís skælbrosandi í leikslok. „Það brýtur hitt liðið niður að fá mark á sig strax á 2.mínútu og við spiluðum þennan leik heilt yfir mjög vel,“ bætti Fanndís við áður en hún fékk væna vatnsgusu yfir sig frá liðsfélögum sínum. Stuðningsmenn Blika voru í miklu stuði í stúkunni á meðan á viðtalinu stóð og líklega verður fagnað vel og lengi í Smáranum í kvöld. „Já, miðað við stemmninguna sem er hér í stúkunni þá sýnist mér stefna í veislu í Kópavoginum,“ sagði Fanndís brosandi að lokum. Hallbera: Vorum alltaf að fara að vinna þennan leikHallbera Gísladóttir er ein af lykilmönnum nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks og átti mjög góðan leik í vinstri bakverðinum í úrslitaleiknum í dag. Hún hefur unnið bikarinn áður en þetta er í fyrsta sinn sem hún gerir það með Blikum. „Þetta er alltaf jafn sætt. Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur, þær skoruðu mark og stoppuðu aldrei að pressa á okkur. En það er gaman að vinna,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi í leikslok. „Að fá mark í bikarúrslitum á fyrstu mínútu er gott forskot fyrir okkur. Við komum inn með mikið sjálfstraust og við vorum alltaf að fara að vinna þennan leik, það var engin spurning hjá okkur,“ bætti Hallbera við. Breiðablik var talið sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn en Hallbera sagði að úrslitaleikur deildarbikarsins í vor, þar sem ÍBV vann öruggan sigur hefði hjálpað þeim í undirbúningnum. „Maður þarf alltaf að hafa það á bakvið eyrað að maður er ekki að fara að fá neitt gefins í þessu. Við brenndum okkur á því í vor þegar við kepptum á móti þeim og drullutöpuðum. Við vissum það að ef við myndum ekki mæta í dag þá myndu þær taka okkur,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir að lokum. Sóley: Við gáfum allt sem við áttumSóley Guðmundsdóttir fyrirliði ÍBV var svekkt eftir tapið í úrslitaleik Borgunarbikarsins í kvöld. Hún reyndi þó að sjá björtu hliðarnar þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir leik. „Það er mikið spennufall og auðvitað svekkelsi. En við gáfum allt sem áttum í þennan leik og það er ekki hægt að biðja um meira en það,“ sagði Sóley eftir leik. „Það var erfitt að fá á sig mark svona snemma. En við náðum að rífa okkur upp. Við sögðum fyrir leik að ef ein myndi detta þá rífum við hana saman upp og það gerðum við.“ ÍBV átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum en komu af krafti inn í þann síðari og náðu að minnka muninn og setja pressu á Breiðablik. „Seinni hálfleikur var miklu betri. Við töluðum um það inni í klefa að klára leikinn og hafa trú á verkefninu. Það sást að við höfðum trú og keyrðum á þær á fullum krafti og ætluðum okkur sigur. Þetta er stærsti leikur sem við allar höfum spilað. Upplifunin er frábær og margir áhorfendur.“ „Nú vitum við að hverju við göngum og mætum reynslunni ríkari á næsta ári,“ sagði fyrirliði ÍBV, Sóley Guðmundsdóttir, að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablik varð í kvöld bikarmeistari í 11. sinn eftir 3-1 sigur á ÍBV á Laugardalsvelli.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér að ofan. Blikar eru því handhafar beggja stóru titlanna í íslenskum fótbolta en þær eru einnig ríkjandi Íslandsmeistarar. Olivia Chance kom Breiðabliki yfir strax á 2. mínútu. Þessi frábæri nýsjálenski leikmaður átti þá skot fyrir utan teig sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV, missti klaufalega undir sig. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir bætti öðru marki við á 23. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu Fanndísar Friðriksdóttur í netið. Staðan var 2-0 í hálfleik en Eyjakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og Natasha Moraa Anasi minnkaði muninn í 2-1 á 49. mínútu. ÍBV var með byr í seglin á þessum tímapunkti en náði ekki að fylgja marki Natöshu eftir. Fanndís kom Blikum svo aftur tveimur mörkum yfir þegar hún skoraði eftir sendingu Oliviu eftir klukkutíma leik. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fögnuðu sanngjörnum sigri.Af hverju vann Breiðablik? Áhorfendur voru varla sestir þegar Olivia skoraði eftir skelfileg mistök Bryndísar Láru. Þetta var það síðasta sem ÍBV og þurfti og liðið virtist þurfa allan fyrri hálfleikinn til að jafna sig á þessu áfalli. Blikar spiluðu af gríðarlegu öryggi í fyrri hálfleik og höfðu öll völd á vellinum. Berglind Björg kom Breiðabliki í 2-0 á 23. mínútu og staða ÍBV orðin erfið. Skömmu síðar var Rakel Hönnudóttir hársbreidd frá því að skora þriðja markið og klára leikinn. Eyjakonur sluppu með 2-0 stöðu inn í hálfleikinn og þær gerðu sterkt áhlaup í upphafi seinni hálfleiks og voru verðlaunaðar með marki. En þrátt fyrir þetta bakslag héldu Blikar ró sinni og Fanndís bætti þriðja markinu við á 60. mínútu. Það mark stöðvaði áhlaup Eyjakvenna, sló þær út af laginu og í kjölfarið sigldu Blikar sigrinum í örugga höfn.Þessar stóðu upp úr Markaskorarar Breiðabliks áttu allar afbragðs leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Olivia er frábær leikmaður sem býr yfir mikilli tækni og leiksskilningi og hún skilaði marki og stoðsendingu. Eyjastelpurnar Berglind Björg og Fanndís sýndu svo sveitungum sínum litla miskunn og reyndust vörn ÍBV erfiður ljár í þúfu. Fanndís fór svo illa með Ariönnu Romero, hægri bakvörð ÍBV, að það jaðraði við lög og Berglind var síógnandi. Hallbera Gísladóttir átti líka að venju skínandi leik í stöðu vinstri bakvarðar. Annars spilaði Breiðablik heilt yfir vel og vann sanngjarnan sigur.Hvað gekk illa? Meira og minna allt hjá ÍBV í fyrri hálfleik. Bryndís gerði slæm mistök í upphafi leiks og það setti allt úr skorðum hjá liðinu. Óöryggi greip um sig og fleiri mistök fylgdu í kjölfarið, eins og í markinu sem Berglindi skoraði en þá var hún skilin alein eftir á fjærstöng. Eyjakonur áttu einnig í miklum vandræðum með vinstri kantinn hjá Blikum, Arianna var í tómum basli með þær Hallberu og Fanndísi og fékk litla hjálp. Þá var lítið að frétta af sóknarleiknum sem var á köflum tilviljanakenndur. Leikmenn ÍBV virtust á stundum ekki vera á sömu bylgjulengd en það gerðist margoft að hlaup og sendingar fóru ekki saman hjá þeim. Eyjakonur bættu leik sinn í seinni hálfleik en skaðinn var skeður.Hvað gerist næst? Blikar munu væntanlega fagna langt fram á nótt á meðan Eyjakonur sleikja sárin. Breiðablik fer til Akureyrar í næstu umferð í Pepsi-deildinni og mætir Þór/KA. Síðan heldur liðið til Cardiff í Wales þar sem það leikur þrjá leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Framundan hjá ÍBV eru tveir gríðarlega erfiðir útileikir gegn Val og Stjörnunni.Stuðningsmenn Blika fögnuðu vel og innilega í leikslok.vísir/hannaRakel: Gott að fá mark svona snemma Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt, ég er ekkert smá glöð og ótrúlega þreytt,“ sagði skælbrosandi Rakel í samtali við Vísi að leik loknum. Breiðablik fékk óskabyrjun á leiknum þegar Olivia Chance skoraði strax á 2. mínútu leiksins og litu ekki um öxl eftir það. „Það er auðvitað mjög gott að fá svona mark strax í byrjun á svona leikjum, það róar taugarnar. Þetta er stór leikur og margir stressaðir. Þetta róaði okkur niður og við gátum aðeins slakað á,“ bætti Rakel við. Stuðningsmenn Blika fögnuðu vel og lengi í stúkunni en ef eitthvað var að marka það sem Rakel sagði eftir þá ætlar hún lítið að taka þátt í fagnaðarlátunum. „Ég er farin heim að sofa, ég er alveg búinn á því,“ sagði Rakel áður en hún hljóp að fagna með liðsfélögum sínum.Þorsteinn gefur bendingar á hliðarlínunni.vísir/hannaÞorsteinn: Kom smá skjálfti í okkur Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Ég myndi segja að þetta væri sanngjarn sigur. Við vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik, fengum mark á okkur snemma í seinni hálfleik og þá kom smá skjálfti í okkur,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við sköpuðum flest færin í leiknum og vorum að opna þær nokkuð vel. En það kom smá skjálfti í okkur þegar við fengum á okkur markið og við hættum að ná að halda boltanum innan liðsins. „Þetta var hörkuleikur í seinni hálfleik en við náðum að svara þeirra marki ágætlega, vorum öguð og byrjuðum að opna vörnina hjá þeim aftur,“ bætti Þorsteinn við. „Það skipti máli að við skyldum skora strax í upphafi. Það er vont að mæta í úrslitaleik og fá mark á sig snemma. Maður sá að þeim leið ekki vel og það kom mikill skjálfti í Vestmannaeyjaliðið. Við náðum að nýta okkur það og spiluðum flottan fyrri hálfleik en sá seinni var jafnari.“ Blikar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og bæta nú bikarnum í safnið. Þorsteinn sagði stefnuna setta á að verja titilinn. „Við ætlum að keppa um næsta bikar, það er ekki spurning. Við fögnum í dag og svo þurfum við bara að byrja að undirbúa okkur fyrir Íslandsmótið. En það er frábært að vinna í dag,“ sagði Þorsteinn kátur að lokum. Jeffs: Högg í andlitið að fá mark á sig svona snemmaIan Jeffs þjálfari ÍBV sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið gegn Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs þjálfari ÍBV að lokum. Fanndís: Hann er fallegur þessiFanndís Friðriksdóttir skoraði þriðja mark Breiðabliks í dag og átti stórgóðan leik fyrir þær grænklæddu. Hún var komin með bikarinn í hendurnar þegar Vísir náði tali af henni eftir leik „Hann er mjög fallegur þessi, sérstaklega þar sem ég hef aldrei unnið hann áður. Þetta er geggjuð tilfinning og ótrúlega skemmtilegt og mér fannst við eiga þetta fyllilega skilið,“ sagði Fanndís skælbrosandi í leikslok. „Það brýtur hitt liðið niður að fá mark á sig strax á 2.mínútu og við spiluðum þennan leik heilt yfir mjög vel,“ bætti Fanndís við áður en hún fékk væna vatnsgusu yfir sig frá liðsfélögum sínum. Stuðningsmenn Blika voru í miklu stuði í stúkunni á meðan á viðtalinu stóð og líklega verður fagnað vel og lengi í Smáranum í kvöld. „Já, miðað við stemmninguna sem er hér í stúkunni þá sýnist mér stefna í veislu í Kópavoginum,“ sagði Fanndís brosandi að lokum. Hallbera: Vorum alltaf að fara að vinna þennan leikHallbera Gísladóttir er ein af lykilmönnum nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks og átti mjög góðan leik í vinstri bakverðinum í úrslitaleiknum í dag. Hún hefur unnið bikarinn áður en þetta er í fyrsta sinn sem hún gerir það með Blikum. „Þetta er alltaf jafn sætt. Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur, þær skoruðu mark og stoppuðu aldrei að pressa á okkur. En það er gaman að vinna,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi í leikslok. „Að fá mark í bikarúrslitum á fyrstu mínútu er gott forskot fyrir okkur. Við komum inn með mikið sjálfstraust og við vorum alltaf að fara að vinna þennan leik, það var engin spurning hjá okkur,“ bætti Hallbera við. Breiðablik var talið sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn en Hallbera sagði að úrslitaleikur deildarbikarsins í vor, þar sem ÍBV vann öruggan sigur hefði hjálpað þeim í undirbúningnum. „Maður þarf alltaf að hafa það á bakvið eyrað að maður er ekki að fara að fá neitt gefins í þessu. Við brenndum okkur á því í vor þegar við kepptum á móti þeim og drullutöpuðum. Við vissum það að ef við myndum ekki mæta í dag þá myndu þær taka okkur,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir að lokum. Sóley: Við gáfum allt sem við áttumSóley Guðmundsdóttir fyrirliði ÍBV var svekkt eftir tapið í úrslitaleik Borgunarbikarsins í kvöld. Hún reyndi þó að sjá björtu hliðarnar þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir leik. „Það er mikið spennufall og auðvitað svekkelsi. En við gáfum allt sem áttum í þennan leik og það er ekki hægt að biðja um meira en það,“ sagði Sóley eftir leik. „Það var erfitt að fá á sig mark svona snemma. En við náðum að rífa okkur upp. Við sögðum fyrir leik að ef ein myndi detta þá rífum við hana saman upp og það gerðum við.“ ÍBV átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum en komu af krafti inn í þann síðari og náðu að minnka muninn og setja pressu á Breiðablik. „Seinni hálfleikur var miklu betri. Við töluðum um það inni í klefa að klára leikinn og hafa trú á verkefninu. Það sást að við höfðum trú og keyrðum á þær á fullum krafti og ætluðum okkur sigur. Þetta er stærsti leikur sem við allar höfum spilað. Upplifunin er frábær og margir áhorfendur.“ „Nú vitum við að hverju við göngum og mætum reynslunni ríkari á næsta ári,“ sagði fyrirliði ÍBV, Sóley Guðmundsdóttir, að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira