Erlent

Venesúela og Kólumbía opna landamæri sín

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Juan Manuel Santos, forseti Kolumbíu, og Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Juan Manuel Santos, forseti Kolumbíu, og Nicolas Maduro, forseti Venesúela. vísir/epa
Yfirvöld í Kólumbíu og Venesúela hafa samþykkt að opna landamæri sín fyrir gangandi vegfarendum, einu ári eftir að þeim var lokað vegna deilna um öryggismál.

Forsetar landanna tveggja; Juan Manuel Santos, forseti Kolumbíu, og Nicolas Maduro, forseti Venesúela tilkynntu þetta í gær. Fimm landamærastöðvar verða opnaðar á morgun og verða þær opnar í tólf klukkustundir á dag, varanlega. Stjórnvöld segja þetta lið í að opna landamærin að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×