Christy er ein af þekktustu fyrirsætum níunda og tíunda áratugarins. Fyrirsæta sem var í hópi nafna á borð við Naomi Campbell, Lindu Evangelista, Kate Moss og Claudiu Schiffer sem seint gleymast. Þrátt fyrir að vera enn í fremstu röð meðal fyrirsætna í heiminum berst Christy nú fyrir málstað góðgerðafélagsins Every Mother Counts, til að lækka dánartíðni kvenna í fæðingum í heiminum.
Það er sú vinna sem dregur hana til Íslands þennan mánuðinn, en Christy er á leiðinni til landsins ásamt fjölskyldu sinni og teymi sem ætlar að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið þann 20.ágúst næstkomandi.
Ferðalag Christy hefst hinsvegar hér í Glamour en við sendum teymi til hennar í New York til að forvitnast um málefnið sem á hug hennar og hjarta, og ætti að skipta okkur öll miklu máli. Góðgerðafélög og starfsemi skipa stóran sess í þessu tölublaði enda getum við öll lagt eitthvað að mörkum í þá áttina.
Allt um það í nýjasta Glamour en það var Telma Þormarsdóttir sem spjallaði við Christy en Silja Magg á heiðurinn að gullfallegum myndaþætti.

Ekki missa af nýjasta Glamour, komið í allar helstu verslanir!
Tryggðu þér áskrift hér eða með því að senda tölvupóst á glamour@glamour.is!