Erlent

Svíar fá að yfirheyra Assange

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vilja ná tali af Assange vegna meintra kynferðisbrota hans.
Vilja ná tali af Assange vegna meintra kynferðisbrota hans. Vísir/Getty
Ekvador mun leyfa sænskum saksóknurum að ræða við stofnanda Wikileaks, Julian Assange, í sendiráði sínu í Lundunum á næstu vikum. Vilja sænsk yfirvöld ná tali af honum vegna ásakana um að hann hafi nauðgað tveimur konum í Svíþjóð árið 2010.

Assange hefur mátt dúsa í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012 en þangað flúði hann vegna ótta um að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Óttast hann einnig að hann verði framseldur til Bandaríkjanna þar sem yfir honum vofa málaferli og fangelsi vegna uppljóstrana Wikileaks um framferði bandaríska hersins.

Utanríkisráðuneyti Ekvador sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að komið yrði á ferli sem gerði sænskum saksóknurum kleyft að yfirheyra Assange. Hafa sænsk yfirvöld óskað eftir aðstoð embættismanna í sendiráði Ekvadors í London við að yfirheyra Assange og nú virðist sem að þeim verði að ósk sinni.


Tengdar fréttir

Assange varð ekki að ósk sinni

Sænskur dómstóll segir að ríkissaksóknari Svíþjóðar þurfi ekki að falla frá rannsókn sinni á meintum kynferðisbrotum stofnanda Wikileaks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×