Mannréttindi gróflega brotin á Nárú Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Í Ástralíu og víðar um heim hefur oft verið efnt til mótmæla gegn búðunum á Nárú. Þessi mynd er tekin í Ástralíu þar sem því var mótmælt að nýfætt barn yrði sent til eyjunnar ásamt móður sinni sem þurfti að komast á sjúkrahús í Ástralíu til að fæða barnið. vísir/epa Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira