Erlent

Bein útsending: Boðflenna reynir að klífa Trump-bygginguna

Jóhann ÓLI Eiðsson skrifar
Lögregla í New York hefur verið kölluð út eftir að karlmaður hóf að klifra upp Trump-bygginguna. Maðurinn er vopnaður sogskálum og er kominn nokkuð áleiðis. Sagt er frá meðal annars á vef Reuters.

Trump-byggingin er 58 hæðir og hýsir höfuðstöðvar kosningabaráttu Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana. Ekki er vitað hvað manninum gengur til með uppátækinu.

Nærliggjandi götum hefur verið lokað en byggingin er á stað þar sem umferð er þung. Þá hafa lögregluþjónar einnig komið sér fyrir skammt fyrir ofan manninn og reynt að henda til hans kaðli.

Uppfært 23:00:

Lögregla veiddi að lokum manninn inn um glugga. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×