Erlent

Dómari heimilaði fanga að hitta mánaðargamlan son sinn í fyrsta skipti

Atli ísleifsson skrifar
Úr réttarsalnum í Kentucky.
Úr réttarsalnum í Kentucky.
Amber Wolf, dómari í Kentucky í Bandaríkjunum, heimilaði fanga að hitta mánaðar gamlan son sinn í fyrsta sinn í réttarsal fyrr í mánuðinum.

Það var tilfinningaþrungin stund þegar dómarinn nýtti tækifærið og leyfði James Roeder að hitta son sinn í réttarsalnum en þau James og Ashley Roeder, móðir drengsins, eru ákærð vegna gruns um rán.

Þau hafa ekki fengið að hittast síðustu vikurnar á meðan þau biðu réttarhalda og var James ekki viðstaddur fæðingu drengsins.

„Ef þetta fær þig ekki til að fella tár þá ertu ekki með hjarta,“ sagði dómarinn eftir að hafa séð James halda á syni sínum.

Ekki er langt síðan dómarinn Wolf rataði í fjölmiðla eftir að hafa mótmælt því harðlega að kona sem var leidd fyrir dóm hafði verið án buxna og hreinlætisvara í fangelsinu í þrjá daga.

Sjá má myndband af atvikinu að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×