Ingibjörg segir Ólaf saklausan og hafa verið dæmdan af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi Atli Ísleifsson skrifar 10. ágúst 2016 19:08 Ingibjörg Kristjánsdóttir. Vísir/Pjetur Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, segir eiginmann sinn hafa verið dæmdur saklaus af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar fjallar hún um heimsóknir sínar í Kvíabryggjufangelsið þar sem Ólafur afplánaði hluta af fjögurra og hálfs árs dómi sem hann fékk fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða í upphafi síðasta árs. Ólafur afplánaði hluta dómsins á Kvíabryggju en hann dvelur nú á Vernd. Ingibjörg segir í grein sinni að verkefni morgundagsins hjá sér verði að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Hún segist finna að hún sé á góðri leið með það, en erfiðara verði fyrir sig „að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem [verndi] sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem [hafi] ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki.“ Áfram segir Ingibjörg að verkefni samfélagsins verði hins vegar óneitanlega að „horfast í augu við hve hrapalega okkur [hafi] mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins,“ segir Ingibjörg. Í greininni segir Ingibjörg jafnframt að þegar hún líti yfir Kvíabryggjufangelsið sé tilhugsunin um „að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi [sé] ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri,“ segir Ingibjörg.Lesa má greinina í heild sinni hér. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, segir eiginmann sinn hafa verið dæmdur saklaus af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar fjallar hún um heimsóknir sínar í Kvíabryggjufangelsið þar sem Ólafur afplánaði hluta af fjögurra og hálfs árs dómi sem hann fékk fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða í upphafi síðasta árs. Ólafur afplánaði hluta dómsins á Kvíabryggju en hann dvelur nú á Vernd. Ingibjörg segir í grein sinni að verkefni morgundagsins hjá sér verði að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Hún segist finna að hún sé á góðri leið með það, en erfiðara verði fyrir sig „að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem [verndi] sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem [hafi] ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki.“ Áfram segir Ingibjörg að verkefni samfélagsins verði hins vegar óneitanlega að „horfast í augu við hve hrapalega okkur [hafi] mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins,“ segir Ingibjörg. Í greininni segir Ingibjörg jafnframt að þegar hún líti yfir Kvíabryggjufangelsið sé tilhugsunin um „að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi [sé] ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri,“ segir Ingibjörg.Lesa má greinina í heild sinni hér.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira