Viðskipti erlent

Breytinga að vænta á MacBook tölvunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
MacBook tölvurnar hafa tekið litlum breytingum í gegnum tíðina.
MacBook tölvurnar hafa tekið litlum breytingum í gegnum tíðina. vísir/getty
Tæknirisinn Apple er að íhuga breytingar á MacBook Pro fartölvulínunni sinni. Þetta eru fyrstu breytingarnar á týpunni í meira en fjögur ár. Þetta herma heimildir Bloomberg.

Sala á MacBook tölvum hefur dregist saman undanfarna tvo ársfjórðunga og er marmiðið með breytingunum að stemma stigu við þeirri þróun.

Nýja útgáfan mun verða þynnri en eldri gerðir auk þess að aðgerðarhnapparnir verða fjarlægðir af lyklaborðinu. Þess í stað verða þeir færðir upp á skjáinn. Hluti hans verður snertiskjár.

Þegar iPad spjaldtölvurnar komu á markað töldu sumir að þær myndu taka við af fartölvunum en það hefur ekki gerst enn. Sölutölur iPad hafa dregist saman enda virðist fólk endurnýja þá á um þriggja ára fresti. Það endurnýjar farsíma sína hins vegar á átján til 24 mánaða fresti.

Heimildarmenn Bloomberg telja ekki líklegt að nýja MacBook týpan verði kynnt til sögunnar í haust. Stjórnendur Apple neituðu að tjá sig um málið þegar eftir því var falast.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×