Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 14:12 Sævar Ciesielski hlaut þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu og sat inni í níu ár. Vísir/Samsett Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira