Erlent

Nýtt heimsmet slegið þegar 1007 vélmenni dönsuðu í takt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
"Og allir saman nú.“
"Og allir saman nú.“ Vísir/Getty
Á meðan kínverskir íþróttamenn safna ólympíuverðlaunum í sarpinn í Ríó var ótrúlegt met slegið í kínversku borginni Shandong þegar hvorki meira né minna en 1007 lítil vélmenni voru látin dansa í takt. Slegið var nýtt Guinnes-heimset fyrir flesta dansandi vélmenni í einu.

Dansatriðið fór fram á Qingdao bjórhátíðinni í lok júlí og það verður að segjast eins og er. Dansatriðið var nokkuð magnað líkt og sjá á meðfylgjandi myndbandi.

Vélmennin 1007 voru öll rauð og hvít og stjórnað með einungis einum síma. Atriðið var 60 sekúndna langt en taka skal fram að nokkur af vélmennunum voru dæmd úr leik vegna þess að þau féllu niður eða gátu ekki klárað að dansa. Dansatriðið rústaði hinu fyrra meti sem sett var fyrr á árinu þegar 540 vélmenni dönsuðu í takt, einnig í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×