Svíar töpuðu með einu marki, 26-25, gegn Egyptum í handknattleikskeppni ÓL í nótt og Króatía marði sigur á Argentínu, 27-26.
Svíar hafa þar með tapað báðum leikjum sínum á mótinu en þeir töpuðu fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik. Að sama skapi var þetta fyrsti sigur Egypta sem töpuðu fyrir Slóveníu með einu marki í fyrsta leik.
Eslam Eissa skoraði fimm mörk fyrir Egypta en markverðir liðsins vörðu aðeins fimm skot í leiknum. Samt unnu þeir leikinn.
Fredrik Petersen var markahæstur Svía með fimm mörk og Mattias Andersson varði sjö skot í markinu.
Króatar hafa ekki virkað sannfærandi á ÓL. Steinlágu gegn Katar í fyrsta leik og mörðu svo sigur á Argentínu í nótt en Argentína hefur tapað báðum sínum leikjum.
Manuel Strlek atkvæðamestur Króata með sjö mörk en Federico Fernandez skoraði átta mörk fyrir Argentínu.
Svíar töpuðu aftur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn