Spánverjar enn án sigurs | Litháen og Argentína byrja vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:39 Marquinhos tryggði Brasilíu sigur á Spáni. vísir/getty Evrópumeistarar Spánar eru enn án sigurs eftir fyrstu tvo leikina á Ólympíuleikunum í Ríó.Spánverjar töpuðu fyrir Króatíu á ævintýralegan hátt í 1. umferð riðlakeppninnar og í gær tapaði Spánn með einu stigi, 66-65, fyrir heimaliðinu, Brasilíu. Marcus Vinicius Marquinhos tryggði Brasilíumönnum sigurinn þegar hann blakaði boltanum ofan í körfuna þegar 5,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Brassar eru nú með tvö stig í B-riðli. Skömmu áður hafði Pau Gasol, skærasta stjarna Spánverja, klikkað á tveimur vítaskotum. Gasol var í vandræðum á vítalínunni í leiknum en hann hitti aðeins úr fimm af 12 vítum sínum. Gasol var þó stigahæstur í liði Spánar með 13 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst og varði fjögur skot. Stigaskorið dreifðist vel hjá Brössum en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum. Marcelinho Huertas var þeirra stigahæstur með 11 stig.Mantas Kalnietis átti frábæran leik fyrir Litháa gegn Nígeríumönnum.vísir/gettyLitháar og Argentínumenn eru með fullt hús stiga í B-riðli. Litháen vann Nígeríu þökk sé góðum 3. leikhluta. Nígeríumenn voru fimm stigum yfir í hálfleik, 36-41, en Litháar, sem lentu í 2. sæti á EM í fyrra, tóku völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu 29-13. Lokatölur 89-80. Jonas Maciulis og Mantas Kalnietis voru stigahæstir í liði Litháa með 21 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 12 stoðsendingar. Ike Diogu var atkvæðamestur hjá Nígeríu með 19 stig og sjö fráköst. Nígeríumenn eiga enn eftir að vinna leik á ÓL en þeir mæta Spánverjum í næstu umferð.Argentínumenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Króatíu.vísir/gettyLuis Scola átti frábæran leik þegar Argentína bar sigurorð af Króatíu, 90-82. Scola skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir lið Argentínu sem stóðst áhlaup Króata á lokamínútunum. Argentínumenn, sem urðu Ólympíumeistarar fyrir 12 árum, leiddu með 17 stigum, 71-54, eftir fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða vöknuðu Króatar til lífsins. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 85-81, þegar rúm mínúta var eftir en Argentínumenn voru svalir á vítalínunni undir lokin og tryggðu sér átta stiga sigur. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, var atkvæðamestur í liði Króatíu með 19 stig, 10 fráköst og sjö stoðsendingar. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Evrópumeistarar Spánar eru enn án sigurs eftir fyrstu tvo leikina á Ólympíuleikunum í Ríó.Spánverjar töpuðu fyrir Króatíu á ævintýralegan hátt í 1. umferð riðlakeppninnar og í gær tapaði Spánn með einu stigi, 66-65, fyrir heimaliðinu, Brasilíu. Marcus Vinicius Marquinhos tryggði Brasilíumönnum sigurinn þegar hann blakaði boltanum ofan í körfuna þegar 5,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Brassar eru nú með tvö stig í B-riðli. Skömmu áður hafði Pau Gasol, skærasta stjarna Spánverja, klikkað á tveimur vítaskotum. Gasol var í vandræðum á vítalínunni í leiknum en hann hitti aðeins úr fimm af 12 vítum sínum. Gasol var þó stigahæstur í liði Spánar með 13 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst og varði fjögur skot. Stigaskorið dreifðist vel hjá Brössum en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum. Marcelinho Huertas var þeirra stigahæstur með 11 stig.Mantas Kalnietis átti frábæran leik fyrir Litháa gegn Nígeríumönnum.vísir/gettyLitháar og Argentínumenn eru með fullt hús stiga í B-riðli. Litháen vann Nígeríu þökk sé góðum 3. leikhluta. Nígeríumenn voru fimm stigum yfir í hálfleik, 36-41, en Litháar, sem lentu í 2. sæti á EM í fyrra, tóku völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu 29-13. Lokatölur 89-80. Jonas Maciulis og Mantas Kalnietis voru stigahæstir í liði Litháa með 21 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 12 stoðsendingar. Ike Diogu var atkvæðamestur hjá Nígeríu með 19 stig og sjö fráköst. Nígeríumenn eiga enn eftir að vinna leik á ÓL en þeir mæta Spánverjum í næstu umferð.Argentínumenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Króatíu.vísir/gettyLuis Scola átti frábæran leik þegar Argentína bar sigurorð af Króatíu, 90-82. Scola skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir lið Argentínu sem stóðst áhlaup Króata á lokamínútunum. Argentínumenn, sem urðu Ólympíumeistarar fyrir 12 árum, leiddu með 17 stigum, 71-54, eftir fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða vöknuðu Króatar til lífsins. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 85-81, þegar rúm mínúta var eftir en Argentínumenn voru svalir á vítalínunni undir lokin og tryggðu sér átta stiga sigur. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, var atkvæðamestur í liði Króatíu með 19 stig, 10 fráköst og sjö stoðsendingar.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira