Framhjáhöld Bjarni Karlsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Enn minnast Þingeyingar gamla bóndans sem lá fyrir dauðanum. Fólk var að koma að vitja hans og í miðjum klíðum lítur hann upp af kodda sínum, horfir brosleitur á ástvini og samferðamenn og mælir: Ég hefði ekki viljað missa af banalegunni! Það er margt misjafnt sem gerist í lífi okkar og eftir á hefðum við viljað missa af því fæstu. Þó er sumt undanskilið. Til dæmis hef ég í mínu starfi kynnst mörgu góðu og skynsömu fólki sem hefur haldið framhjá maka sínum og er orðið ljóst að framhjáhöld eru ekki í þeim flokki aðstæðna sem fólk hefði nú þrátt fyrir allt ekki viljað fara á mis við: Ekki hefði ég viljað missa af framhjáhaldinu, er setning sem ég hef enn ekki heyrt af vörum nokkurrar persónu. Hvers vegna? Líklega vegna þess að eftir á uppgötvum við, ef við höldum framhjá, að við höfum ýtt af stað atburðarás sem við getum ekki stjórnað og varðar m.a. heilsu maka okkar. Fólk heldur framhjá af ýmsum ástæðum en það gerir það ekki vegna þess að þau eru vondar manneskjur og vilji valda skaða. Framhjáhöld gerast til dæmis vegna hégóma, forvitni, ástarkenndar, greddu, sjálflægni, ævintýra- eða hefndarþrár og stundum bara af ósvífni í bland við ölvímu. En enginn sem heldur framhjá ætlar sér að ögra heilsu maka síns og setja hana í áhættuflokk. Þó er það einmitt það sem gerist í flestum tilvikum og er kannski það erfiða í þessu öllu. Við erum spendýr. Spendýr pissa í hornin og marka sér svæði og í eðli þeirra er ekkert rými fyrir tryggðarof. Spendýrið í okkur fyrirgefur ekki framhjáhald. Þess vegna er þetta svo flókið, tekur mikið á og kostar tíma sem allir aðilar máls hefðu viljað verja betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Enn minnast Þingeyingar gamla bóndans sem lá fyrir dauðanum. Fólk var að koma að vitja hans og í miðjum klíðum lítur hann upp af kodda sínum, horfir brosleitur á ástvini og samferðamenn og mælir: Ég hefði ekki viljað missa af banalegunni! Það er margt misjafnt sem gerist í lífi okkar og eftir á hefðum við viljað missa af því fæstu. Þó er sumt undanskilið. Til dæmis hef ég í mínu starfi kynnst mörgu góðu og skynsömu fólki sem hefur haldið framhjá maka sínum og er orðið ljóst að framhjáhöld eru ekki í þeim flokki aðstæðna sem fólk hefði nú þrátt fyrir allt ekki viljað fara á mis við: Ekki hefði ég viljað missa af framhjáhaldinu, er setning sem ég hef enn ekki heyrt af vörum nokkurrar persónu. Hvers vegna? Líklega vegna þess að eftir á uppgötvum við, ef við höldum framhjá, að við höfum ýtt af stað atburðarás sem við getum ekki stjórnað og varðar m.a. heilsu maka okkar. Fólk heldur framhjá af ýmsum ástæðum en það gerir það ekki vegna þess að þau eru vondar manneskjur og vilji valda skaða. Framhjáhöld gerast til dæmis vegna hégóma, forvitni, ástarkenndar, greddu, sjálflægni, ævintýra- eða hefndarþrár og stundum bara af ósvífni í bland við ölvímu. En enginn sem heldur framhjá ætlar sér að ögra heilsu maka síns og setja hana í áhættuflokk. Þó er það einmitt það sem gerist í flestum tilvikum og er kannski það erfiða í þessu öllu. Við erum spendýr. Spendýr pissa í hornin og marka sér svæði og í eðli þeirra er ekkert rými fyrir tryggðarof. Spendýrið í okkur fyrirgefur ekki framhjáhald. Þess vegna er þetta svo flókið, tekur mikið á og kostar tíma sem allir aðilar máls hefðu viljað verja betur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun