Útflutningur frá Kína dregst saman á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Xi Jinping, forseti Kína, hefur ástæðu til að vera áhyggjufullur yfir efnahagsástandinu í landinu, en útflutningur frá Kína dregst enn saman. Nordicphotos/AFP Útflutningur frá Kína dróst saman um 4,4 prósent í júlímánuði, samanborið við árið áður. Útflutningur hefur dregist saman á tólf af síðustu þrettán mánuðum. Samdrátturinn var minni en í júní þegar hann mældist 4,8 prósent, en var samt sem áður meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Innflutningur til Kína var einnig minni en búist var við og dróst saman um 12,5 prósent milli ára. Þessar tölur valda greiningaraðilum áhyggjum í ljósi þess að Kína er einn stærsti viðskiptamarkaður heims. Talið er að óvissa sem ríki um allan heim, vegna lágs hrávöruverðs, skuldakreppunnar í Evrópu og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi lamandi áhrif á alþjóðahagkerfi. Sérfræðingar búast við daufum viðskiptum næstkomandi mánuði, nýjustu tölur gefa í skyn að aðgerðir í Peking til að ýta undir vöxt í hagkerfinu hafi ekki skilað sér. Verg landsframleiðsla í Kína jókst um einungis 6,7 prósent á öðrum ársfjórðungi 2016, sem er minna en áður hefur tíðkast í landinu. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Útflutningur frá Kína dróst saman um 4,4 prósent í júlímánuði, samanborið við árið áður. Útflutningur hefur dregist saman á tólf af síðustu þrettán mánuðum. Samdrátturinn var minni en í júní þegar hann mældist 4,8 prósent, en var samt sem áður meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Innflutningur til Kína var einnig minni en búist var við og dróst saman um 12,5 prósent milli ára. Þessar tölur valda greiningaraðilum áhyggjum í ljósi þess að Kína er einn stærsti viðskiptamarkaður heims. Talið er að óvissa sem ríki um allan heim, vegna lágs hrávöruverðs, skuldakreppunnar í Evrópu og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi lamandi áhrif á alþjóðahagkerfi. Sérfræðingar búast við daufum viðskiptum næstkomandi mánuði, nýjustu tölur gefa í skyn að aðgerðir í Peking til að ýta undir vöxt í hagkerfinu hafi ekki skilað sér. Verg landsframleiðsla í Kína jókst um einungis 6,7 prósent á öðrum ársfjórðungi 2016, sem er minna en áður hefur tíðkast í landinu. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira