Lífið

Blái hnötturinn frumsýndur í Borgarleikhúsinu

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
22 börn taka þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Bláa hnettinum.
22 börn taka þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Bláa hnettinum. borgarleikhúsið/grímur bjarnason
Blái hnötturinn var frumsýndur í Borgarleikhúsinu í gær í nýrri leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar sem einnig annast leikstjórn. Leikritið er byggt metsölubók Andra Snæs Magnasonar, Sögunni af bláa hnettinum, sem kom út árið 1999.

Með aðalhlutverk í sýningunni fara 22 börn ásamt þeim Birni Stefánssyni, Hirti Jóhanni Jónssyni og Guðmundi Elíasi Knudsen. Djasssöngkonan Kristjana Stefánsdóttir samdi nýa tónlist við leikritið. 

Blái hnötturinn var fyrst settur upp í Þjóðleikhúsinu árið 2001. Síðan þá hefur sýningin glatt leikhúsgesti víða um heim en hún hefur meðal annars verið sett á fjalirnar í leikhúsum í Bandaríkjunum, Kanada, Finnlandi og Þýskalandi.

Borgarleikhúsið/Grímur Bjarnason
Borgarleikhúsið/grímur bjarnason





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.