Samfylkingin vill ókeypis heilbrigðisþjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. september 2016 13:12 Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira